Hinn 49 ára gamli Giggs varð á sínum tíma 13 sinnum Englandsmeistari og tvívegis Evrópumeistari með man United. Hann var landsliðsþjálfari Wales þegar Kate Greville kærði hann fyrir að beita sig andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Hann sagði starfi sínu lausu í júní á síðasta ári.
Í dag felldi dómarinn Hilary Manley málið niður og lýsti því yfir að Giggs væri saklaus í öllum þremur ákæruliðum. Upprunalega var réttað í málinu á síðasta ári en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu og í september síðastliðinn var ákveðið að rétta þyrfti aftur í málinu. Í maí á þessu ári lýsti Greville því yfir að hún vildi ekki bera vitni á nýjan leik þar sem hún væri andlega búin á því og fannst á sér brotið.
Þar sem Greville vildi ekki bera vitni ákvað dómari málsins að fella það niður og lýsa því yfir að Giggs væri saklaus af öllum ákærum. Hann hafði verið ásakaður um að beita Greville andlegu ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð sem og hann á að hafa skallað hana einu sinni eftir rifrildi þeirra á milli.