Fjöldi stórstjarna missir af HM vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 15:00 Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Hún missir af HM vegna meiðsla. Getty Images/Laurens Lindhout Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu nálgast óðfluga. Mótið hefst á fimmtudag, 20. júlí, og verður fjöldi magnaðra leikmanna í sviðsljósinu. Það er hins vegar ljóst að fjölmargar mun vanta þar sem þær eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira