Fjöldi stórstjarna missir af HM vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 15:00 Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Hún missir af HM vegna meiðsla. Getty Images/Laurens Lindhout Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu nálgast óðfluga. Mótið hefst á fimmtudag, 20. júlí, og verður fjöldi magnaðra leikmanna í sviðsljósinu. Það er hins vegar ljóst að fjölmargar mun vanta þar sem þær eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira