Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Oddur Ævar Gunnarsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. júlí 2023 21:24 Ótrúlegar drónamyndir Björns Steinbekks af gosinu við Litla Hrút sýna að enn er töluverð virkni. Björn Steinbekk Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að yfirvöld hafi gert ráð fyrir því að allt myndi fyllast af ferðalöngum um leið og gossvæðið yrði opnað. Sáu eldgosið síðasta daginn á Íslandi Fréttastofa ræddi við ferðamennina Ninu og Volgert. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður. „Við vorum heppin því þetta er síðasti dagur okkar á Íslandi. Við héldum að við myndum missa af gosinu en svo var gönguleiðin opnuð nú síðdegis.“ Voruð þið lengi að ganga? „Já, tvo og hálfan tíma. Við gengum tíu kílómetra leiðina.“ Hvað finnst ykkur um þetta? „Þetta er magnað. Mjög fallegir litir,“ segir parið sem segir ekki spurning um það að ferðin muni reynast ógleymanleg. Vísindamenn fylgjast vel með gosinu. Svo virðist vera sem hraunflæðið hafi minnkað en ótrúlegt myndband Björns Steinbekks drónamyndatökumanns af gosinu sýnir að enn er þó töluverður kraftur í því. Vinna í slökkvistörfum með „Við erum eins og komið hefur fram enn að vinna í slökkvistörfum svo við erum að reyna að gera þetta samtímis. En þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Hjálmar. Á korti sem almannavarnir hafa birt af gossvæðinu er tekið fram að bannað sé að fara alveg upp að eldsstöðinni. Fólk getur því einungis séð gosið úr rúmlega einni og hálfs kílómetra fjarlægð. „Það er bannsvæði alveg inn að Keili þar sem kvikugangurinn er. Við tókum ákvörðun um að opna þarna þannig að fólk kemst að sjá þetta. Ekki á þeim útsýnisstað sem við áætluðum í fyrstu en með því að fólk virði þetta þá getur þetta gengið upp svona og mér vitanlega hefur þetta gengið bara ágætlega í dag.“ Kortið sýnir þær gönguleiðir sem almenningur getur farið að gosinu, meðal annars gönguleiðir úr fyrri gosum á Reykjanesskaga.Almannavarnir Þið bjóðið upp á fleiri en eina gönguleið? „Já vissulega. Við erum með þessa Meradalaleið sem er þægilegust á fótinn. Þetta er níu kílómetrar til að fara sem næst. Það sést nú eitthvað eftir fimm kílómetra, þá er hægt að sjá gíginn. En við erum með gönguleiðir A og C sem er Langihryggur og svo upp á Fagradalsfjall sem við vorum að nota í fyrri gosum og einhverjir hafa valið að fara þá leiðir.“ Hjálmar segir að allt hafi gengið að óskum í dag. Yfirvöld hafi unnið gott starf á meðan lokað var, lagað veginn, bætt aðbúnað á svæðinu og komið upp skiltum. En fréttir bárust í dag af því að þið væruð að leita að fólki? „Það var í dag. Þá hafði aðili gengið frá Höskuldarvöllum og lent í einhverjum vandræðum. Það gekk fljótt fyrir sig eftir að við fengum mannskap til að leita að honum og þá gekk það bara vel.“ Hvað er áætlað að fólk sé lengi að fara þessa leið? „Þetta er örugglega tveggja tíma gangur, þessir átta kílómetrar. Þetta er svona fjögurra, fimm tíma ferðalag með setu inn frá og horfa á gíginn og hraunána.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að yfirvöld hafi gert ráð fyrir því að allt myndi fyllast af ferðalöngum um leið og gossvæðið yrði opnað. Sáu eldgosið síðasta daginn á Íslandi Fréttastofa ræddi við ferðamennina Ninu og Volgert. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður. „Við vorum heppin því þetta er síðasti dagur okkar á Íslandi. Við héldum að við myndum missa af gosinu en svo var gönguleiðin opnuð nú síðdegis.“ Voruð þið lengi að ganga? „Já, tvo og hálfan tíma. Við gengum tíu kílómetra leiðina.“ Hvað finnst ykkur um þetta? „Þetta er magnað. Mjög fallegir litir,“ segir parið sem segir ekki spurning um það að ferðin muni reynast ógleymanleg. Vísindamenn fylgjast vel með gosinu. Svo virðist vera sem hraunflæðið hafi minnkað en ótrúlegt myndband Björns Steinbekks drónamyndatökumanns af gosinu sýnir að enn er þó töluverður kraftur í því. Vinna í slökkvistörfum með „Við erum eins og komið hefur fram enn að vinna í slökkvistörfum svo við erum að reyna að gera þetta samtímis. En þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Hjálmar. Á korti sem almannavarnir hafa birt af gossvæðinu er tekið fram að bannað sé að fara alveg upp að eldsstöðinni. Fólk getur því einungis séð gosið úr rúmlega einni og hálfs kílómetra fjarlægð. „Það er bannsvæði alveg inn að Keili þar sem kvikugangurinn er. Við tókum ákvörðun um að opna þarna þannig að fólk kemst að sjá þetta. Ekki á þeim útsýnisstað sem við áætluðum í fyrstu en með því að fólk virði þetta þá getur þetta gengið upp svona og mér vitanlega hefur þetta gengið bara ágætlega í dag.“ Kortið sýnir þær gönguleiðir sem almenningur getur farið að gosinu, meðal annars gönguleiðir úr fyrri gosum á Reykjanesskaga.Almannavarnir Þið bjóðið upp á fleiri en eina gönguleið? „Já vissulega. Við erum með þessa Meradalaleið sem er þægilegust á fótinn. Þetta er níu kílómetrar til að fara sem næst. Það sést nú eitthvað eftir fimm kílómetra, þá er hægt að sjá gíginn. En við erum með gönguleiðir A og C sem er Langihryggur og svo upp á Fagradalsfjall sem við vorum að nota í fyrri gosum og einhverjir hafa valið að fara þá leiðir.“ Hjálmar segir að allt hafi gengið að óskum í dag. Yfirvöld hafi unnið gott starf á meðan lokað var, lagað veginn, bætt aðbúnað á svæðinu og komið upp skiltum. En fréttir bárust í dag af því að þið væruð að leita að fólki? „Það var í dag. Þá hafði aðili gengið frá Höskuldarvöllum og lent í einhverjum vandræðum. Það gekk fljótt fyrir sig eftir að við fengum mannskap til að leita að honum og þá gekk það bara vel.“ Hvað er áætlað að fólk sé lengi að fara þessa leið? „Þetta er örugglega tveggja tíma gangur, þessir átta kílómetrar. Þetta er svona fjögurra, fimm tíma ferðalag með setu inn frá og horfa á gíginn og hraunána.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira