Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 06:51 Þessi mynd af Kerch-brúnni var tekinn í kjölfar árásarinnar í fyrra. AP Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. Dóttir parsins er sögð hafa verið með þeim í bílnum. Hún er sögð hafa slasast. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki greint frá því hvað nákvæmlega gerðist og segja aðeins að brúnni hafi verið lokað vegna „neyðartilviks“. Þau hafa þó viðurkennt að hluti vegarins sé ónýtur en segja engar skemmdir hafi orðið á undirstöðum brúarinnar. Ferjuferðir frá Kuban í Rússlandi og yfir til Krímskaga hafa einnig verið stöðvaðar tímabundið. Talsmaður hermálayfirvalda Úkraínu í Odessa birti mynd á Telegram sem virðist sýna hluta brúarinnar brotinn en ekki liggur fyrir hvort umrædd mynd er raunveruleg né hvort hún tengist atvikinu í morgun. Þá hefur þessu myndskeiði verið deilt á samfélagsmiðlum: As a result of an unexplained emergency that occurred around 3am local time, the illegal bridge to Crimea received significant damage. Russian sources report having heard two explosions with 15 minutes between them. The car route is blocked. Trains seem to still be able to pic.twitter.com/tZuH6TKTNB— Dmitri (@wartranslated) July 17, 2023 Brúin er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki Rússlands, ekki síst vegna þess hversu táknrænt það þykir fyrir herferð Vladimir Pútín Rússlandsforseta að endurheimta landsvæði sem honum þykja tilheyra Rússum. Ef um árás reynist að ræða er þetta í annað sinn sem ráðist er á brúna frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa staðið að baki árás í október í fyrra, daginn eftir sjötugsafmæli Pútín, þar sem hluti brúarinnar var eyðilagður. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Dóttir parsins er sögð hafa verið með þeim í bílnum. Hún er sögð hafa slasast. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki greint frá því hvað nákvæmlega gerðist og segja aðeins að brúnni hafi verið lokað vegna „neyðartilviks“. Þau hafa þó viðurkennt að hluti vegarins sé ónýtur en segja engar skemmdir hafi orðið á undirstöðum brúarinnar. Ferjuferðir frá Kuban í Rússlandi og yfir til Krímskaga hafa einnig verið stöðvaðar tímabundið. Talsmaður hermálayfirvalda Úkraínu í Odessa birti mynd á Telegram sem virðist sýna hluta brúarinnar brotinn en ekki liggur fyrir hvort umrædd mynd er raunveruleg né hvort hún tengist atvikinu í morgun. Þá hefur þessu myndskeiði verið deilt á samfélagsmiðlum: As a result of an unexplained emergency that occurred around 3am local time, the illegal bridge to Crimea received significant damage. Russian sources report having heard two explosions with 15 minutes between them. The car route is blocked. Trains seem to still be able to pic.twitter.com/tZuH6TKTNB— Dmitri (@wartranslated) July 17, 2023 Brúin er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki Rússlands, ekki síst vegna þess hversu táknrænt það þykir fyrir herferð Vladimir Pútín Rússlandsforseta að endurheimta landsvæði sem honum þykja tilheyra Rússum. Ef um árás reynist að ræða er þetta í annað sinn sem ráðist er á brúna frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa staðið að baki árás í október í fyrra, daginn eftir sjötugsafmæli Pútín, þar sem hluti brúarinnar var eyðilagður.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira