Hluti af mótstjórn Símamótsins hafi kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur Björgvins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 21:31 Björgvin Páll Gústavsson segir að hluti af mótstjórn Símamótsins hafi kallað eftir því að dóttir hans yrði sett í allsherjar kælingu. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir frá slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu í fótbolta sem fram fór um helgina. Hann segir meðal annars að hluti af þeim sem sitja í mótsjórn hafi kallað eftir því að dóttir hans yrði sett í „allsherjar kælingu“. Björgvin skrifar langan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fer yfir upplifun dóttur sinnar af Símamótinu sem haldið var um helgina þar sem stelpur í 5., 6. og 7. flokki leika listir sínar. „Eftir æðislegt og gríðarlega vel heppnað Símamót er svakalega sorglegt að það sitji eftir reiði, vonbrigði og kvíði í hjörtum sumra barna vegna hegðunnar foreldra,“ segir Björgvin í upphafi færslunnar. „Sjálfur eyddi ég laugardagskvöldinu í að svara fyrir hegðun 10 ára dóttur minnar en um er að ræða atvik af „minni gerðinni“ þegar kemur að dóttir minni sem stundum á í erfiðleikum með skapið inni á vellinum.“ Hann segir svo frá því hvernig dóttir hans ýtti við mótherja sínum og aukaspyrna hafi verið dæmd. Dómari leiksins hafi í kjölfarið beðið þjálfara liðsins að taka hana af velli í smá stund, og hrósar Björgvin dómaranum fyrir þau vinnubrögð. Dóttir Björgvins hafi hins vegar haldið fyrir eyrun og neitað að koma af velli. Hún hafi svo sagt föður sínum að það hafi verið vegna láta í foreldrum leikmanna mótherja hennar. „Er ég gekk á hana eftir leik þá sagðist hún hafið haldið fyrir eyrun vegna látanna sem voru í foreldrum hins liðsins, sem voru að saka hana um að hafa kýlt stelpuna. Svo var ekki og hef ég það frá dóttur okkar, þjálfurunum og dómara leiksins. Dómari leiksins orðaði það þannig að þetta hefði verið svona handboltafríkast.“ Sjálfur kallaður öllum illum nöfnum Björgvin segist sjá mikið af sjálfum sér í dóttur sinni, enda hafi hann sjálfur oft átt í erfiðleikum með skapið á vellinum sem barn. Hann segist hafa verið kallaður öllum illum nöfnum af foreldrum, en segir að foreldrar í dag séu sem betur fer aðeins skárri. „Allt þetta fékk alveg gríðarlega á mig persónulega þar sem þetta var eiginlega besta mót dóttur okkar í sumar sem hefur átt í erfiðleikum með skapið sitt inni á vellinum og er ekkert ólík pabba sínum þegar hann var 10 ára. Reyndar var ég kallaður „illa gefin“ og „barn sem erfitt væri að þykja vænt um“ á þessum aldri þannig að kannski erum við fullorðna fólkið aðeins skárra en í gamla daga.“ Hann segir þó verst í þessu öllu að hafa heyrt af því að einhverjir í mótstjórn haf viðljað setja dóttur hans í „allsherjar kælingu“ eins og hann orðar það sem myndi þýða að tíu ára gömul dóttir hans fengi ekki að taka þátt á lokadegi Símamótsins. „Það sem mér finnst verst í þessu máli öllu eru þær upplýsingar sem ég fékk í morgun að einhverjir í fjölmennri mótastjórn hefðu kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur minni í dag, eins og það var orðað. Eins og ég skil þessi orð þá voru semsagt einhverjir í mótastjórn Símamótsins sem að vildu að 10 ára dóttir mín yrði sett í bann á lokadegi Símamótsins. You can't make this shit up!“ „Allt er gott sem endar vel“ Björgvin lokar þó pistlinum á jákvæðum nótum og segir að allt sé gott sem endar vel. Dóttir hans hafi fengið að upplifa erfitt tap á lokadegi mótsins og haldið þokkalegum tökum á sér. Hann þakkar fyrrverandi landsliðskonunni Sif Atladóttur og núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni fyrir sinn þátt í deginum og minnir fólk á að elska og styðja börnin sín. „En allt er gott sem endar vel... og endaðu stelpurnar mótið alveg frábærlega og gengu af velli með bros á vör. Það besta við daginn var hins vegar að dóttir mín fékk að upplifa erfitt tap og hélt þokkalegum tökum á sjálfri sér. Ég tel að það sé mest henni Sif Atladóttur að þakka sem að mætti á völlinn eftir að hafa heyrt hennar sögu. Það var stund sem dóttir mín mun aldrei gleyma og er hún með áritun þess til minningar á boltanum sínum og eins innan á fyrirliðabandinu sínu. Það að heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson hafi dæmt lokaleikinn hjá liðinu var svo einhvernvegin fallegur endir á þessu öllu. Munum að þetta eru börn!... og munum að elska börnin okkar mest þegar þau eiga það minnst skilið, því að það er þá sem þau þurfa mest á því að halda. Áfram stelpur! Ég held með ykkur!“ Íþróttir barna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira
Björgvin skrifar langan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fer yfir upplifun dóttur sinnar af Símamótinu sem haldið var um helgina þar sem stelpur í 5., 6. og 7. flokki leika listir sínar. „Eftir æðislegt og gríðarlega vel heppnað Símamót er svakalega sorglegt að það sitji eftir reiði, vonbrigði og kvíði í hjörtum sumra barna vegna hegðunnar foreldra,“ segir Björgvin í upphafi færslunnar. „Sjálfur eyddi ég laugardagskvöldinu í að svara fyrir hegðun 10 ára dóttur minnar en um er að ræða atvik af „minni gerðinni“ þegar kemur að dóttir minni sem stundum á í erfiðleikum með skapið inni á vellinum.“ Hann segir svo frá því hvernig dóttir hans ýtti við mótherja sínum og aukaspyrna hafi verið dæmd. Dómari leiksins hafi í kjölfarið beðið þjálfara liðsins að taka hana af velli í smá stund, og hrósar Björgvin dómaranum fyrir þau vinnubrögð. Dóttir Björgvins hafi hins vegar haldið fyrir eyrun og neitað að koma af velli. Hún hafi svo sagt föður sínum að það hafi verið vegna láta í foreldrum leikmanna mótherja hennar. „Er ég gekk á hana eftir leik þá sagðist hún hafið haldið fyrir eyrun vegna látanna sem voru í foreldrum hins liðsins, sem voru að saka hana um að hafa kýlt stelpuna. Svo var ekki og hef ég það frá dóttur okkar, þjálfurunum og dómara leiksins. Dómari leiksins orðaði það þannig að þetta hefði verið svona handboltafríkast.“ Sjálfur kallaður öllum illum nöfnum Björgvin segist sjá mikið af sjálfum sér í dóttur sinni, enda hafi hann sjálfur oft átt í erfiðleikum með skapið á vellinum sem barn. Hann segist hafa verið kallaður öllum illum nöfnum af foreldrum, en segir að foreldrar í dag séu sem betur fer aðeins skárri. „Allt þetta fékk alveg gríðarlega á mig persónulega þar sem þetta var eiginlega besta mót dóttur okkar í sumar sem hefur átt í erfiðleikum með skapið sitt inni á vellinum og er ekkert ólík pabba sínum þegar hann var 10 ára. Reyndar var ég kallaður „illa gefin“ og „barn sem erfitt væri að þykja vænt um“ á þessum aldri þannig að kannski erum við fullorðna fólkið aðeins skárra en í gamla daga.“ Hann segir þó verst í þessu öllu að hafa heyrt af því að einhverjir í mótstjórn haf viðljað setja dóttur hans í „allsherjar kælingu“ eins og hann orðar það sem myndi þýða að tíu ára gömul dóttir hans fengi ekki að taka þátt á lokadegi Símamótsins. „Það sem mér finnst verst í þessu máli öllu eru þær upplýsingar sem ég fékk í morgun að einhverjir í fjölmennri mótastjórn hefðu kallað eftir „allsherjar kælingu“ á dóttur minni í dag, eins og það var orðað. Eins og ég skil þessi orð þá voru semsagt einhverjir í mótastjórn Símamótsins sem að vildu að 10 ára dóttir mín yrði sett í bann á lokadegi Símamótsins. You can't make this shit up!“ „Allt er gott sem endar vel“ Björgvin lokar þó pistlinum á jákvæðum nótum og segir að allt sé gott sem endar vel. Dóttir hans hafi fengið að upplifa erfitt tap á lokadegi mótsins og haldið þokkalegum tökum á sér. Hann þakkar fyrrverandi landsliðskonunni Sif Atladóttur og núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni fyrir sinn þátt í deginum og minnir fólk á að elska og styðja börnin sín. „En allt er gott sem endar vel... og endaðu stelpurnar mótið alveg frábærlega og gengu af velli með bros á vör. Það besta við daginn var hins vegar að dóttir mín fékk að upplifa erfitt tap og hélt þokkalegum tökum á sjálfri sér. Ég tel að það sé mest henni Sif Atladóttur að þakka sem að mætti á völlinn eftir að hafa heyrt hennar sögu. Það var stund sem dóttir mín mun aldrei gleyma og er hún með áritun þess til minningar á boltanum sínum og eins innan á fyrirliðabandinu sínu. Það að heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson hafi dæmt lokaleikinn hjá liðinu var svo einhvernvegin fallegur endir á þessu öllu. Munum að þetta eru börn!... og munum að elska börnin okkar mest þegar þau eiga það minnst skilið, því að það er þá sem þau þurfa mest á því að halda. Áfram stelpur! Ég held með ykkur!“
Íþróttir barna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira