Safnar fyrir útfararkostnaði dótturdóttur sinnar sem var skotin til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 15:09 Iyanna Brown ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Iyanna Brown, Elijah Brown, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, Michael Mency og Esther María Mency. Aðsent Hin 23 ára gamla Iyanna Brown var skotin voveiflega til bana á fimmtudag í Detroit í Bandaríkjunum. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, hefur sett af stað söfnun fyrir útfarakostnaðinum. Fjölmiðlar í Detroit segja að Iyanna hafi verið stödd í bíl á Binder-stræti í Detroit þegar hún var skotin til bana rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Bíllinn sem Iyanna sat í þegar morðið var framið í Detroit.Skjáskot Lögreglan í Detroit rannsakar nú morðið á Iyönnu en það er enn óvitað hver skaut hana til bana eða hver tildrög skotárásarinnar voru. Iyanna á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Samkvæmt DV er Esther María sjúkraliði og bjuggu þær mæðgur um tíma á Íslandi eftir að Iyanna fæddist. Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði. Safna fyrir útförinni Ingunn Ása hefur nú komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði og glötuðum tekjum Estherar Maríu vegna andlátsins á vefsíðunni Gofund.me. Iyanna Brown ásamt móður sinni, Esther Maríu Mency.Aðsent Ingunn sagði í viðtali við Vísi að öll hjálp væri vel þegin og að erfitt væri að standa straum af jarðarfararkostnaðinum sem getur slagað upp í 10 þúsund Bandaríkjadali. Á söfnunarsíðunni má einnig lesa fallegar lýsingar Ingunnar á dótturdóttur sinni. Þar segir meðal annars „Iyanna var falleg ung kona. Hún var fyndin, klár og færði okkur svo mikla gleði.“ „Hún var ekki aðeins yndislegt barnabarn heldur einnig yndisleg dóttir. Eftir því sem hún komst til ára varð hún besta vinkona móður sinnar. Saman hlógu þær og hún elskaði ekkert meira en heimagerðan mat móður sinnar.“ Þá segir einnig að hún hafi verið frábær stóra systir bróður síns, hins átján ára Elijah. Sársaukinn og sorgin sem hann finni nú fyrir sé gríðarlegur. Iyanna ásamt bróður sínum, Elijah Brown.Aðsent Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Fjölmiðlar í Detroit segja að Iyanna hafi verið stödd í bíl á Binder-stræti í Detroit þegar hún var skotin til bana rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Bíllinn sem Iyanna sat í þegar morðið var framið í Detroit.Skjáskot Lögreglan í Detroit rannsakar nú morðið á Iyönnu en það er enn óvitað hver skaut hana til bana eða hver tildrög skotárásarinnar voru. Iyanna á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Samkvæmt DV er Esther María sjúkraliði og bjuggu þær mæðgur um tíma á Íslandi eftir að Iyanna fæddist. Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði. Safna fyrir útförinni Ingunn Ása hefur nú komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði og glötuðum tekjum Estherar Maríu vegna andlátsins á vefsíðunni Gofund.me. Iyanna Brown ásamt móður sinni, Esther Maríu Mency.Aðsent Ingunn sagði í viðtali við Vísi að öll hjálp væri vel þegin og að erfitt væri að standa straum af jarðarfararkostnaðinum sem getur slagað upp í 10 þúsund Bandaríkjadali. Á söfnunarsíðunni má einnig lesa fallegar lýsingar Ingunnar á dótturdóttur sinni. Þar segir meðal annars „Iyanna var falleg ung kona. Hún var fyndin, klár og færði okkur svo mikla gleði.“ „Hún var ekki aðeins yndislegt barnabarn heldur einnig yndisleg dóttir. Eftir því sem hún komst til ára varð hún besta vinkona móður sinnar. Saman hlógu þær og hún elskaði ekkert meira en heimagerðan mat móður sinnar.“ Þá segir einnig að hún hafi verið frábær stóra systir bróður síns, hins átján ára Elijah. Sársaukinn og sorgin sem hann finni nú fyrir sé gríðarlegur. Iyanna ásamt bróður sínum, Elijah Brown.Aðsent
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22