Afganskan konan ekki borin út og getur sótt um aftur Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2023 13:01 Kristín segir að til skoðunar sér að breyta verklagi. Stöð 2 Útlendingastofnun skoðar að breyta verklagi hvað varðar mál flóttafólks sem kemur hingað frá Ítalíu. Þar er yfirlýst neyðarástand vegna mikils álags og fjölda flóttafólks. Forstjóri Útlendingastofnunar, Kristín Völundardóttir, segir mál afganskrar konu sem dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd og er nú réttindalaus á Íslandi einstakt. Stofnunin hafi brugðist við í gær og sent henni tölvupóst þar sem útskýrð voru fyrir henni hennar möguleikar og réttur. „Það voru leiðbeiningar sendar til hennar í gær í tölvupósti sem ég vona að hafi skilað sér. Þar var dregið saman hvað gerðist þegar hún dró umsókn sína til baka, það er þessi möguleiki á að missa þjónustu ef Vinnumálastofnun ákveður að það eigi ekki að veita hana áfram, ég tek það fram að það er ekki á forræði Útlendingastofnunar að ákveða það,“ segir Kristín. Geti sótt aftur um vernd Hún segir að í sama tölvupósti hafi konunni verið bent á að hún geti sótt um þjónustu á forræði Ríkislögreglustjóra, eins og aðrir sem hafa fengið lokaniðurstöðu sem ekki felst í vernd, að komast í húsnæði fyrir þau sem eiga að fara. Þá hafi einnig verið bent á að hún geti farið í samhæfingarmiðstöð vegna flóttafólks í Domus á Egilsgötu og sótt þar aftur um vernd á Íslandi. Spurðir hverjir hennar möguleikar eru, þegar hún er enn með opna umsókn á Ítalíu, segir Kristín að það sama gildi um hana og aðra sem komi þaðan að mál þeirra séu til skoðunar en Ítalía lýsti yfir neyðarástandi vegna fjölda flóttafólks við lok síðasta árs. „Við erum með einstaklinga, einhvern hóp, sem hefði átt að senda og eru í bið en það eru ákveðnir frestir í lögunum sem leiða sjálfkrafa til þess að fólk fer í efnismeðferð að sex mánuðum liðnum frá lokaniðurstöðu og við erum að skoða hvort við hoppum yfir þessa sex mánuði og setjum fólk „ex officio“ í efnismeðferð, en það er ekki búið að taka þessa ákvörðun,“ segir Kristín og að ef konan sæki um að nýju myndi hún þurfa að bíða þennan frest en ef þessi ákvörðun verði tekin fari mál hennar beint í efnismeðferð eins og annarra í þessari stöðu. Öllum í hag að stytta málsmeðferð Hún segir að um fimmtán til átján mál sé að ræða frá áramótum og áréttar að ákvörðunin um breytt verklag verði ekki tekin ein af Útlendingastofnun heldur verði ráðherra að koma að henni. „Ef að við leggjum til að við tökum fólk sem er í Dyflinnarmeðferð beint í efnismeðferð þá þarf það að gerast í þökk ráðuneytisins,“ segir Kristín og að þetta sé komið til tals en að vegna sumarleyfa verði ákvörðunin líklega ekki tekin fyrr en í ágúst. „Við þurfum að greina hversu stór þessi hópur er en ég held það sé öllum í hag að stytta málsmeðferðina. Við sjáum ekki fram á það að Ítalía fari að opna en maður veit svosem aldrei,“ segir Kristín að lokum. Hvað varðar afgönsku konuna og son hennar segir Eva Hauksdóttir, fyrrum talsmaður hennar og lögmaður, að hún flytji í dag og sé létt að vera ekki borin út en að hún sé enn í mikilli óvissu. „Henni er létt við það að vita að hún verði ekki borin út en hún veit alveg jafn lítið hvað verður um hana og hvort hún á enda verði send til ítalíu og þurfi að bíða hérna í marga mánuði eftir að Ítalía vilji taka við henni eða hvort það er eitthvað vit í því að fara aftur í umsóknarferli,“ segir Eva og að um óvanalegar aðstæður sé að ræða. Fjallað var um málið á Stöð 2 og Bylgjunni í gær en Eva vakti athygli á máli konunnar í aðsendri grein. Hægt er að kynna sér hana hér. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ítalía Tengdar fréttir Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Forstjóri Útlendingastofnunar, Kristín Völundardóttir, segir mál afganskrar konu sem dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd og er nú réttindalaus á Íslandi einstakt. Stofnunin hafi brugðist við í gær og sent henni tölvupóst þar sem útskýrð voru fyrir henni hennar möguleikar og réttur. „Það voru leiðbeiningar sendar til hennar í gær í tölvupósti sem ég vona að hafi skilað sér. Þar var dregið saman hvað gerðist þegar hún dró umsókn sína til baka, það er þessi möguleiki á að missa þjónustu ef Vinnumálastofnun ákveður að það eigi ekki að veita hana áfram, ég tek það fram að það er ekki á forræði Útlendingastofnunar að ákveða það,“ segir Kristín. Geti sótt aftur um vernd Hún segir að í sama tölvupósti hafi konunni verið bent á að hún geti sótt um þjónustu á forræði Ríkislögreglustjóra, eins og aðrir sem hafa fengið lokaniðurstöðu sem ekki felst í vernd, að komast í húsnæði fyrir þau sem eiga að fara. Þá hafi einnig verið bent á að hún geti farið í samhæfingarmiðstöð vegna flóttafólks í Domus á Egilsgötu og sótt þar aftur um vernd á Íslandi. Spurðir hverjir hennar möguleikar eru, þegar hún er enn með opna umsókn á Ítalíu, segir Kristín að það sama gildi um hana og aðra sem komi þaðan að mál þeirra séu til skoðunar en Ítalía lýsti yfir neyðarástandi vegna fjölda flóttafólks við lok síðasta árs. „Við erum með einstaklinga, einhvern hóp, sem hefði átt að senda og eru í bið en það eru ákveðnir frestir í lögunum sem leiða sjálfkrafa til þess að fólk fer í efnismeðferð að sex mánuðum liðnum frá lokaniðurstöðu og við erum að skoða hvort við hoppum yfir þessa sex mánuði og setjum fólk „ex officio“ í efnismeðferð, en það er ekki búið að taka þessa ákvörðun,“ segir Kristín og að ef konan sæki um að nýju myndi hún þurfa að bíða þennan frest en ef þessi ákvörðun verði tekin fari mál hennar beint í efnismeðferð eins og annarra í þessari stöðu. Öllum í hag að stytta málsmeðferð Hún segir að um fimmtán til átján mál sé að ræða frá áramótum og áréttar að ákvörðunin um breytt verklag verði ekki tekin ein af Útlendingastofnun heldur verði ráðherra að koma að henni. „Ef að við leggjum til að við tökum fólk sem er í Dyflinnarmeðferð beint í efnismeðferð þá þarf það að gerast í þökk ráðuneytisins,“ segir Kristín og að þetta sé komið til tals en að vegna sumarleyfa verði ákvörðunin líklega ekki tekin fyrr en í ágúst. „Við þurfum að greina hversu stór þessi hópur er en ég held það sé öllum í hag að stytta málsmeðferðina. Við sjáum ekki fram á það að Ítalía fari að opna en maður veit svosem aldrei,“ segir Kristín að lokum. Hvað varðar afgönsku konuna og son hennar segir Eva Hauksdóttir, fyrrum talsmaður hennar og lögmaður, að hún flytji í dag og sé létt að vera ekki borin út en að hún sé enn í mikilli óvissu. „Henni er létt við það að vita að hún verði ekki borin út en hún veit alveg jafn lítið hvað verður um hana og hvort hún á enda verði send til ítalíu og þurfi að bíða hérna í marga mánuði eftir að Ítalía vilji taka við henni eða hvort það er eitthvað vit í því að fara aftur í umsóknarferli,“ segir Eva og að um óvanalegar aðstæður sé að ræða. Fjallað var um málið á Stöð 2 og Bylgjunni í gær en Eva vakti athygli á máli konunnar í aðsendri grein. Hægt er að kynna sér hana hér.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ítalía Tengdar fréttir Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01
Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00
Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent