FIFA gefur miða á HM kvenna í fótbolta vegna slakrar miðasölu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 09:01 Megan Rapinoe var stjarna síðustu heimsmeistarakeppni og var þá bæði markahæst og valin best auk þess að vinna titilinn sjálfan. Getty/ Jose Breton/ Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta fer fram í tveimur löndum að þessu sinni eða Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er mikill munur á áhuga á mótinu eftir því hvort leikirnir fara fram í Ástralíu eða í Nýja-Sjálandi. Fréttir af frábærri miðasölu eiga því bara við um Ástralíu en langflestir af þeim milljónum miðum sem hafa selst eru á leiki sem fara fram í Ástralíu. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að gefa miða á leiki á HM sem fara fram í Nýja-Sjálandi. FIFA is giving away 20,000 free tickets for Women's World Cup games amid concerns about the slow pace of sales in New Zealand. https://t.co/90OCVy4Vev— ESPN FC (@ESPNFC) July 13, 2023 Alls mun FIFA gefa um tuttugu þúsund miða á leiki í Auckland, Hamilton, Wellington og Dunedin. Sambandið gefur miðana í gegnum Xero, styrktaraðila á mótinu, sem mun færa Nýsjálendingum fimm þúsund fría miða í hverri borg. Það er vissulega furðulegt að á meðan annar gestgjafinn kemur með fréttir af því að það sé uppselt á 80 þúsund manna völl og að salan gangi frábærlega þá er hinn í miklum vandræðum með að selja sína miða. Auðvitað hefur hefð og geta landsliðanna mikið að segja. Áströlsku stelpurnar ætla sér stóra hluti á meðan landslið Nýja-Sjálands hefur enn ekki náð að vinna leik í fimm heimsmeistarakeppnum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig áhyggjur því hún er að hvetja landa sína að kaupa miða. Ardern gerði það í færslu á Instagram reikningi sínum. Nýsjálendingar spila sinn fyrsta leik á móti Noregi 20. júlí næstkomandi en sá leikur fer fram í Auckland. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Fréttir af frábærri miðasölu eiga því bara við um Ástralíu en langflestir af þeim milljónum miðum sem hafa selst eru á leiki sem fara fram í Ástralíu. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að gefa miða á leiki á HM sem fara fram í Nýja-Sjálandi. FIFA is giving away 20,000 free tickets for Women's World Cup games amid concerns about the slow pace of sales in New Zealand. https://t.co/90OCVy4Vev— ESPN FC (@ESPNFC) July 13, 2023 Alls mun FIFA gefa um tuttugu þúsund miða á leiki í Auckland, Hamilton, Wellington og Dunedin. Sambandið gefur miðana í gegnum Xero, styrktaraðila á mótinu, sem mun færa Nýsjálendingum fimm þúsund fría miða í hverri borg. Það er vissulega furðulegt að á meðan annar gestgjafinn kemur með fréttir af því að það sé uppselt á 80 þúsund manna völl og að salan gangi frábærlega þá er hinn í miklum vandræðum með að selja sína miða. Auðvitað hefur hefð og geta landsliðanna mikið að segja. Áströlsku stelpurnar ætla sér stóra hluti á meðan landslið Nýja-Sjálands hefur enn ekki náð að vinna leik í fimm heimsmeistarakeppnum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig áhyggjur því hún er að hvetja landa sína að kaupa miða. Ardern gerði það í færslu á Instagram reikningi sínum. Nýsjálendingar spila sinn fyrsta leik á móti Noregi 20. júlí næstkomandi en sá leikur fer fram í Auckland. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira