FIFA gefur miða á HM kvenna í fótbolta vegna slakrar miðasölu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 09:01 Megan Rapinoe var stjarna síðustu heimsmeistarakeppni og var þá bæði markahæst og valin best auk þess að vinna titilinn sjálfan. Getty/ Jose Breton/ Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta fer fram í tveimur löndum að þessu sinni eða Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er mikill munur á áhuga á mótinu eftir því hvort leikirnir fara fram í Ástralíu eða í Nýja-Sjálandi. Fréttir af frábærri miðasölu eiga því bara við um Ástralíu en langflestir af þeim milljónum miðum sem hafa selst eru á leiki sem fara fram í Ástralíu. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að gefa miða á leiki á HM sem fara fram í Nýja-Sjálandi. FIFA is giving away 20,000 free tickets for Women's World Cup games amid concerns about the slow pace of sales in New Zealand. https://t.co/90OCVy4Vev— ESPN FC (@ESPNFC) July 13, 2023 Alls mun FIFA gefa um tuttugu þúsund miða á leiki í Auckland, Hamilton, Wellington og Dunedin. Sambandið gefur miðana í gegnum Xero, styrktaraðila á mótinu, sem mun færa Nýsjálendingum fimm þúsund fría miða í hverri borg. Það er vissulega furðulegt að á meðan annar gestgjafinn kemur með fréttir af því að það sé uppselt á 80 þúsund manna völl og að salan gangi frábærlega þá er hinn í miklum vandræðum með að selja sína miða. Auðvitað hefur hefð og geta landsliðanna mikið að segja. Áströlsku stelpurnar ætla sér stóra hluti á meðan landslið Nýja-Sjálands hefur enn ekki náð að vinna leik í fimm heimsmeistarakeppnum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig áhyggjur því hún er að hvetja landa sína að kaupa miða. Ardern gerði það í færslu á Instagram reikningi sínum. Nýsjálendingar spila sinn fyrsta leik á móti Noregi 20. júlí næstkomandi en sá leikur fer fram í Auckland. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Fréttir af frábærri miðasölu eiga því bara við um Ástralíu en langflestir af þeim milljónum miðum sem hafa selst eru á leiki sem fara fram í Ástralíu. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að gefa miða á leiki á HM sem fara fram í Nýja-Sjálandi. FIFA is giving away 20,000 free tickets for Women's World Cup games amid concerns about the slow pace of sales in New Zealand. https://t.co/90OCVy4Vev— ESPN FC (@ESPNFC) July 13, 2023 Alls mun FIFA gefa um tuttugu þúsund miða á leiki í Auckland, Hamilton, Wellington og Dunedin. Sambandið gefur miðana í gegnum Xero, styrktaraðila á mótinu, sem mun færa Nýsjálendingum fimm þúsund fría miða í hverri borg. Það er vissulega furðulegt að á meðan annar gestgjafinn kemur með fréttir af því að það sé uppselt á 80 þúsund manna völl og að salan gangi frábærlega þá er hinn í miklum vandræðum með að selja sína miða. Auðvitað hefur hefð og geta landsliðanna mikið að segja. Áströlsku stelpurnar ætla sér stóra hluti á meðan landslið Nýja-Sjálands hefur enn ekki náð að vinna leik í fimm heimsmeistarakeppnum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig áhyggjur því hún er að hvetja landa sína að kaupa miða. Ardern gerði það í færslu á Instagram reikningi sínum. Nýsjálendingar spila sinn fyrsta leik á móti Noregi 20. júlí næstkomandi en sá leikur fer fram í Auckland. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira