„Tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2023 23:31 Selma Sól Magnúsdóttir er spennt fyrir komandi verkefni. Vísir/Stöð 2 Sport Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins, er spennt fyrir komandi verkefni með landsliðinu þar sem íslensku stelpurnar taka á móti Finnum annað kvöld og heimsækja svo Austurríki næstkomandi þriðjudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mjg gaman að fá nokkra vináttuleiki fyrir komandi verkefni í vetur og bara spennandi að fá að spila leik og þá sérstaklega hérna heima,“ sagði Selma Sól í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún vonast að sjálfsögðu eftir því að sjá sem flesta á vellinum. „Auðvitað. Við vonumst alltaf til að fá sem flesta á völlinn.“ Íslenska liðið mætir til leiks á morgun án þeirra Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur og ábyrgðin á miðsvæðinu mun því líklega færast að einhverju leyti yfir á Selmu. Sara Björk hætti í landsliðinu á dögunum og Dagnú verður fjarri góðu gamni annað kvöld. „Maður bara tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur. Það er bara mjög spennandi.“ Þá segir Selma að það sé alltaf ánægjulegt að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum. „Það er alltaf mjög gaman að vera með landsliðinu og þá sérstaklega eftir að maður er farin út og koma þá og tala íslensku og vera með stelpunum. Það er alltaf mjög gaman.“ Selma var einnig spurð út í tíma sinn hjá Rosenborg þar sem hún leikur nú, en liðið situr í öðru sæti norsku deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir Vålerenga og á leik til góða. „Við erum í ágætri stöðu. Við komum okkur í fína stöðu fyrir pásuna núna og þetta er smá í okkar höndum núna þannig við verðum bara að klára okkar til að sigla titlinum heim.“ „Þetta er í okkar höndum. Það er ekki búið að ganga eins og við hefðum viljað í byrjun tímabils en við höfum náð að vinna okkur inn og erum að gera betur og betur þannig að við verðum bara að halda því áfram.“ Klippa: Selma Sól fyrir leik Íslands og Finnlands Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mjg gaman að fá nokkra vináttuleiki fyrir komandi verkefni í vetur og bara spennandi að fá að spila leik og þá sérstaklega hérna heima,“ sagði Selma Sól í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún vonast að sjálfsögðu eftir því að sjá sem flesta á vellinum. „Auðvitað. Við vonumst alltaf til að fá sem flesta á völlinn.“ Íslenska liðið mætir til leiks á morgun án þeirra Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur og ábyrgðin á miðsvæðinu mun því líklega færast að einhverju leyti yfir á Selmu. Sara Björk hætti í landsliðinu á dögunum og Dagnú verður fjarri góðu gamni annað kvöld. „Maður bara tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur. Það er bara mjög spennandi.“ Þá segir Selma að það sé alltaf ánægjulegt að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum. „Það er alltaf mjög gaman að vera með landsliðinu og þá sérstaklega eftir að maður er farin út og koma þá og tala íslensku og vera með stelpunum. Það er alltaf mjög gaman.“ Selma var einnig spurð út í tíma sinn hjá Rosenborg þar sem hún leikur nú, en liðið situr í öðru sæti norsku deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir Vålerenga og á leik til góða. „Við erum í ágætri stöðu. Við komum okkur í fína stöðu fyrir pásuna núna og þetta er smá í okkar höndum núna þannig við verðum bara að klára okkar til að sigla titlinum heim.“ „Þetta er í okkar höndum. Það er ekki búið að ganga eins og við hefðum viljað í byrjun tímabils en við höfum náð að vinna okkur inn og erum að gera betur og betur þannig að við verðum bara að halda því áfram.“ Klippa: Selma Sól fyrir leik Íslands og Finnlands
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira