„Tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2023 23:31 Selma Sól Magnúsdóttir er spennt fyrir komandi verkefni. Vísir/Stöð 2 Sport Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins, er spennt fyrir komandi verkefni með landsliðinu þar sem íslensku stelpurnar taka á móti Finnum annað kvöld og heimsækja svo Austurríki næstkomandi þriðjudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mjg gaman að fá nokkra vináttuleiki fyrir komandi verkefni í vetur og bara spennandi að fá að spila leik og þá sérstaklega hérna heima,“ sagði Selma Sól í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún vonast að sjálfsögðu eftir því að sjá sem flesta á vellinum. „Auðvitað. Við vonumst alltaf til að fá sem flesta á völlinn.“ Íslenska liðið mætir til leiks á morgun án þeirra Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur og ábyrgðin á miðsvæðinu mun því líklega færast að einhverju leyti yfir á Selmu. Sara Björk hætti í landsliðinu á dögunum og Dagnú verður fjarri góðu gamni annað kvöld. „Maður bara tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur. Það er bara mjög spennandi.“ Þá segir Selma að það sé alltaf ánægjulegt að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum. „Það er alltaf mjög gaman að vera með landsliðinu og þá sérstaklega eftir að maður er farin út og koma þá og tala íslensku og vera með stelpunum. Það er alltaf mjög gaman.“ Selma var einnig spurð út í tíma sinn hjá Rosenborg þar sem hún leikur nú, en liðið situr í öðru sæti norsku deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir Vålerenga og á leik til góða. „Við erum í ágætri stöðu. Við komum okkur í fína stöðu fyrir pásuna núna og þetta er smá í okkar höndum núna þannig við verðum bara að klára okkar til að sigla titlinum heim.“ „Þetta er í okkar höndum. Það er ekki búið að ganga eins og við hefðum viljað í byrjun tímabils en við höfum náð að vinna okkur inn og erum að gera betur og betur þannig að við verðum bara að halda því áfram.“ Klippa: Selma Sól fyrir leik Íslands og Finnlands Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mjg gaman að fá nokkra vináttuleiki fyrir komandi verkefni í vetur og bara spennandi að fá að spila leik og þá sérstaklega hérna heima,“ sagði Selma Sól í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún vonast að sjálfsögðu eftir því að sjá sem flesta á vellinum. „Auðvitað. Við vonumst alltaf til að fá sem flesta á völlinn.“ Íslenska liðið mætir til leiks á morgun án þeirra Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur og ábyrgðin á miðsvæðinu mun því líklega færast að einhverju leyti yfir á Selmu. Sara Björk hætti í landsliðinu á dögunum og Dagnú verður fjarri góðu gamni annað kvöld. „Maður bara tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur. Það er bara mjög spennandi.“ Þá segir Selma að það sé alltaf ánægjulegt að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum. „Það er alltaf mjög gaman að vera með landsliðinu og þá sérstaklega eftir að maður er farin út og koma þá og tala íslensku og vera með stelpunum. Það er alltaf mjög gaman.“ Selma var einnig spurð út í tíma sinn hjá Rosenborg þar sem hún leikur nú, en liðið situr í öðru sæti norsku deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir Vålerenga og á leik til góða. „Við erum í ágætri stöðu. Við komum okkur í fína stöðu fyrir pásuna núna og þetta er smá í okkar höndum núna þannig við verðum bara að klára okkar til að sigla titlinum heim.“ „Þetta er í okkar höndum. Það er ekki búið að ganga eins og við hefðum viljað í byrjun tímabils en við höfum náð að vinna okkur inn og erum að gera betur og betur þannig að við verðum bara að halda því áfram.“ Klippa: Selma Sól fyrir leik Íslands og Finnlands
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira