Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sitt annað lag undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. „Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023 Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023
Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira