„Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 13. júlí 2023 15:14 Magnús Tumi Guðmundsson er viss um að ekki verði breytingar á rennsli hraunsins við Litla Hrút. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. „Það virðist nú bara vera mjög svipað í dag eins og í gær. Við sjáum það bara á vefmyndavélunum. Það eru engar mælingar komnar í dag en jú, þetta er svipað.“ Myndast ekki nýtt gat þegar blaðra springur Einn möguleiki sem hefur verið í umræðunni er sá hvort að kvikugangurinn geti lengst og opnast nýjar sprungur, jafnvel undir Keili eða norðan við Keili, hvernig meturðu þær líkur? „Ja, það er nú nokkuð samdóma álit þeirra sem eru að skoða þessi mál að þetta sé nú bara mjög ólíklegt úr því sem komið er. Það er engin hreyfing, engin aflögun sem mælist á þessu svæði og svo er náttúrulega bara þetta að þegar blaðra springur þá myndast ekki nýtt gat vegna þess að þrýstingurinn hefur lækkað. Það fer bara út um það gatið þar sem það opnaðist og það er lang líklegast að það haldi áfram á þessum sama stað.“ Þannig segir Magnús Tumi að langmestar líkur séu á því að sami gígur verði virkur á meðan þetta gos vari. Ekki sé þó hægt að útiloka hitt en Magnús segir að það væri óvenjulegt úr því sem komið er. Nú mun þessi gígur stækka og stækka landið þarna í kring. Eru líkur á því að það geti hraun farið að renna norður í átt að Reykjanesbraut? „Til þess að það gerist þarf þetta að vera mjög langvinnt. Ef þetta verður eitthvað miklu miklu lengra en kannski flest gos, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika. En til þess þarf þetta að fara í gegnum ýmsa fasa, byggja sig upp áður en það fer að renna þarna og fylla upp í heilmikið. Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs. Það þarf mikið að breytast áður en það fer að fara í hina áttina. Þannig að við eigum alveg að sofa á nóttinni yfir þeim möguleika.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
„Það virðist nú bara vera mjög svipað í dag eins og í gær. Við sjáum það bara á vefmyndavélunum. Það eru engar mælingar komnar í dag en jú, þetta er svipað.“ Myndast ekki nýtt gat þegar blaðra springur Einn möguleiki sem hefur verið í umræðunni er sá hvort að kvikugangurinn geti lengst og opnast nýjar sprungur, jafnvel undir Keili eða norðan við Keili, hvernig meturðu þær líkur? „Ja, það er nú nokkuð samdóma álit þeirra sem eru að skoða þessi mál að þetta sé nú bara mjög ólíklegt úr því sem komið er. Það er engin hreyfing, engin aflögun sem mælist á þessu svæði og svo er náttúrulega bara þetta að þegar blaðra springur þá myndast ekki nýtt gat vegna þess að þrýstingurinn hefur lækkað. Það fer bara út um það gatið þar sem það opnaðist og það er lang líklegast að það haldi áfram á þessum sama stað.“ Þannig segir Magnús Tumi að langmestar líkur séu á því að sami gígur verði virkur á meðan þetta gos vari. Ekki sé þó hægt að útiloka hitt en Magnús segir að það væri óvenjulegt úr því sem komið er. Nú mun þessi gígur stækka og stækka landið þarna í kring. Eru líkur á því að það geti hraun farið að renna norður í átt að Reykjanesbraut? „Til þess að það gerist þarf þetta að vera mjög langvinnt. Ef þetta verður eitthvað miklu miklu lengra en kannski flest gos, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika. En til þess þarf þetta að fara í gegnum ýmsa fasa, byggja sig upp áður en það fer að renna þarna og fylla upp í heilmikið. Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs. Það þarf mikið að breytast áður en það fer að fara í hina áttina. Þannig að við eigum alveg að sofa á nóttinni yfir þeim möguleika.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira