Segir Henderson búinn að samþykkja tilboð Al-Ettifaq | Fer Fabinho líka? Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 15:45 Henderson og Fabinho gætu yfirgefið Liverpool á næstu dögum. Vísir/Getty Blaðamenn á Englandi greina frá því núna eftir hádegið að Jordan Henderson sé búinn að komast að samkomulagi við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Liðin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi. Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira