Landsmenn ósammála um ákvörðun Svandísar Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 11:33 Ákvörðun Svandís Svavarsdóttir féll misvel í kramið á landsmönnum. Vísir/Ívar Fannar Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð. Þann 21. júní síðastliðinn átti hvalveiðitímabil að hefjast en daginn fyrir það greindi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frá ákvörðun sinni um bannið. Ákvörðunin var umdeild og vakti mikla reiði hjá þeim sem tengjast hvalveiðunum. Þau sem hafa barist gegn hvalveiðum voru þó hæstánægð. Samkvæmt niðurstöðum í könnun sem Gallup framkvæmdi frá 23. júní til 2. júlí kemur fram að aðeins fleiri þeirra sem tóku þátt eru ánægð með niðurstöðuna. Einstaklingarnir sem tóku þátt í könnuninni voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Karlar eru óánægðari en konur með ákvörðun Svandísar en rétt rúmlega helmingur þeirra sögðust vera óánægðir. Á móti þá voru rétt rúmlega helmingur kvenna ánægð með ákvörðunina. Tuttugu og tvö prósent kvenna voru hvorki ánægðar né óánægðar. Sextán prósent karla voru hvorki ánægðir né óánægðir. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.Gallup Niðurstöðurnar breytast nokkuð eftir búsetu fólks. Fjörutíu og sex prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru ánægð með ákvörðun Svandísar, þrjátíu og þrjú prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni voru ánægð. Einnig breytast niðurstöðurnar eftir aldri fólks, þau sem eru yngri eru ánægðari með ákvörðunina. Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn í Alþingiskosningunum eru óánægðust með ákvörðun Svandísar. Framsóknarfólk kemur þar á eftir og svo þau sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þau sem myndu kjósta Vinstri græn, Sósíalistaflokk Íslands, Samfylkinguna og Pírata eru ánægðust með ákvörðunina. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þann 21. júní síðastliðinn átti hvalveiðitímabil að hefjast en daginn fyrir það greindi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frá ákvörðun sinni um bannið. Ákvörðunin var umdeild og vakti mikla reiði hjá þeim sem tengjast hvalveiðunum. Þau sem hafa barist gegn hvalveiðum voru þó hæstánægð. Samkvæmt niðurstöðum í könnun sem Gallup framkvæmdi frá 23. júní til 2. júlí kemur fram að aðeins fleiri þeirra sem tóku þátt eru ánægð með niðurstöðuna. Einstaklingarnir sem tóku þátt í könnuninni voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Karlar eru óánægðari en konur með ákvörðun Svandísar en rétt rúmlega helmingur þeirra sögðust vera óánægðir. Á móti þá voru rétt rúmlega helmingur kvenna ánægð með ákvörðunina. Tuttugu og tvö prósent kvenna voru hvorki ánægðar né óánægðar. Sextán prósent karla voru hvorki ánægðir né óánægðir. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.Gallup Niðurstöðurnar breytast nokkuð eftir búsetu fólks. Fjörutíu og sex prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru ánægð með ákvörðun Svandísar, þrjátíu og þrjú prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni voru ánægð. Einnig breytast niðurstöðurnar eftir aldri fólks, þau sem eru yngri eru ánægðari með ákvörðunina. Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn í Alþingiskosningunum eru óánægðust með ákvörðun Svandísar. Framsóknarfólk kemur þar á eftir og svo þau sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þau sem myndu kjósta Vinstri græn, Sósíalistaflokk Íslands, Samfylkinguna og Pírata eru ánægðust með ákvörðunina.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira