„Það er enginn að fara að koma þér til bjargar“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2023 23:55 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að fólk þurfi að beita almennri skynsemi og búa sig vel undir ferð að eldgosinu. Vísir Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir dæmi um að fólk fari ekki að tilmælum björgunarsveitarfólks og sé „óvenju fífldjarft“ við eldgosið. Sumir hafi gengið inn á nýrunnið hraun og jafnvel upp á gígbarma. Lítið sé hægt að gera ef einstaklingar stígi ofan í glóðheitt hraun með skelfilegum afleiðingum. „Þetta er ekki hefðbundið brunasár. Þú ert ekki að fara að kæla það sem lendir í bráðinni kviku. Hitastigið er um 1.200 gráður og að fara inn á svart hraun sem margir telja að sé þó orðið kalt hraun er ekki það sama. Þó að það sé komin svört skán þá getur verið bara sentímetri eða tveir niður á 1.200 gráðu heita kviku og það vill svo til að það er sami hiti og er í líkbrennsluofnum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hvað gerist ef þú missir fótinn í gegn? „Ég bara sem betur fer hef ekki þá lífsreynslu að geta svarað þeirri spurningu og ég er ekkert viss um að ég vilji öðlast þá lífsreynslu. Ég er bara nokkuð viss um að það vill enginn lenda í því.“ Ekki sé hægt að treysta á það að viðbragðsaðilar komi fólki til bjargar við slíkar aðstæður. „Það er enginn að fara að koma þér til bjargar. Fyrsta regla allrar björgunar er að tryggja eigið öryggi og þeirra sem vinna að björguninni með þér og það er bara ekki hægt í þessu tilviki,“ segir Jón Þór. „Hitauppstreymið frá svona hrauni er gríðarlega mikið og það hefur áhrif á flughæfni þyrlu þannig að ég efast um að hún geti athafnað sig á nokkurn hátt þarna yfir. Þannig að þér eru allar bjargir bannaðar, raunverulega. Það er fífldirfska að fara upp á þessa hraunkanta og út á hraun þó að það sé kominn svartur litur á það.“ Langflestir fylgi tilmælum björgunarsveitarfólks en það séu alltaf einhverjir sem telji sig vita betur. Þurfi að undirbúa sig vel Stríður straumur fólks liggur nú að gosstöðvunum og eru björgunarsveitir með sólarhringsvakt á svæðinu. Gönguleiðin er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka og gerir Jón Þór ráð fyrir að ferðalagið taki marga alls um sex til átta klukkustundir báðar leiðir. Gosið sé mikið sjónarspil en fólk þurfi að huga að því að taka með sér gott nesti, mikið vatn þar sem ekkert vatn er á staðnum og viðeigandi föt. „Það kólnar með kvöldinu og þá bítur vindurinn aðeins í og það er þá sem þú ert orðin þreytt eða þreyttur og þá sem óhöppin verða kannski helst.“ Jón Þór segir nokkuð um minniháttar meiðsli á gönguleiðinni. Fólk sé að hrasa, snúa sig og jafnvel fá beinbrot. Þetta sé erfið ganga, að hluta til yfir úfið hraun og gera þurfi ráð fyrir því. Ekki sé mælt með því að taka með sér hunda eða börn á svæðið þar sem þau séu lægri og í meiri snertingu við gasið frá gosinu ef það safnast fyrir í dældum. Bíða eftir fleiri landvörðum Formaður Landsbjargar hefur kallað eftir því að stjórnvöld stígi fastar inn í og hafi meiri aðkomu að gæslu á gossvæðinu í stað þess að reiða sig á björgunarsveitarmenn í sjálfboðaliðastarfi og jafnvel sumarleyfi. Jón Þór segir þetta hafa verið stefnu félagsins. Nú þegar sé kominn einn landvörður, von á öðrum á morgun og þá hafi Umhverfisstofnun auglýst störf fleiri laus til umsóknar. „Vonandi koma þeir bara mjög fljótt inn og losa aðeins þessa pressu.“ Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19 Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44 Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. 12. júlí 2023 08:34 „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. 11. júlí 2023 16:42 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Þetta er ekki hefðbundið brunasár. Þú ert ekki að fara að kæla það sem lendir í bráðinni kviku. Hitastigið er um 1.200 gráður og að fara inn á svart hraun sem margir telja að sé þó orðið kalt hraun er ekki það sama. Þó að það sé komin svört skán þá getur verið bara sentímetri eða tveir niður á 1.200 gráðu heita kviku og það vill svo til að það er sami hiti og er í líkbrennsluofnum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hvað gerist ef þú missir fótinn í gegn? „Ég bara sem betur fer hef ekki þá lífsreynslu að geta svarað þeirri spurningu og ég er ekkert viss um að ég vilji öðlast þá lífsreynslu. Ég er bara nokkuð viss um að það vill enginn lenda í því.“ Ekki sé hægt að treysta á það að viðbragðsaðilar komi fólki til bjargar við slíkar aðstæður. „Það er enginn að fara að koma þér til bjargar. Fyrsta regla allrar björgunar er að tryggja eigið öryggi og þeirra sem vinna að björguninni með þér og það er bara ekki hægt í þessu tilviki,“ segir Jón Þór. „Hitauppstreymið frá svona hrauni er gríðarlega mikið og það hefur áhrif á flughæfni þyrlu þannig að ég efast um að hún geti athafnað sig á nokkurn hátt þarna yfir. Þannig að þér eru allar bjargir bannaðar, raunverulega. Það er fífldirfska að fara upp á þessa hraunkanta og út á hraun þó að það sé kominn svartur litur á það.“ Langflestir fylgi tilmælum björgunarsveitarfólks en það séu alltaf einhverjir sem telji sig vita betur. Þurfi að undirbúa sig vel Stríður straumur fólks liggur nú að gosstöðvunum og eru björgunarsveitir með sólarhringsvakt á svæðinu. Gönguleiðin er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka og gerir Jón Þór ráð fyrir að ferðalagið taki marga alls um sex til átta klukkustundir báðar leiðir. Gosið sé mikið sjónarspil en fólk þurfi að huga að því að taka með sér gott nesti, mikið vatn þar sem ekkert vatn er á staðnum og viðeigandi föt. „Það kólnar með kvöldinu og þá bítur vindurinn aðeins í og það er þá sem þú ert orðin þreytt eða þreyttur og þá sem óhöppin verða kannski helst.“ Jón Þór segir nokkuð um minniháttar meiðsli á gönguleiðinni. Fólk sé að hrasa, snúa sig og jafnvel fá beinbrot. Þetta sé erfið ganga, að hluta til yfir úfið hraun og gera þurfi ráð fyrir því. Ekki sé mælt með því að taka með sér hunda eða börn á svæðið þar sem þau séu lægri og í meiri snertingu við gasið frá gosinu ef það safnast fyrir í dældum. Bíða eftir fleiri landvörðum Formaður Landsbjargar hefur kallað eftir því að stjórnvöld stígi fastar inn í og hafi meiri aðkomu að gæslu á gossvæðinu í stað þess að reiða sig á björgunarsveitarmenn í sjálfboðaliðastarfi og jafnvel sumarleyfi. Jón Þór segir þetta hafa verið stefnu félagsins. Nú þegar sé kominn einn landvörður, von á öðrum á morgun og þá hafi Umhverfisstofnun auglýst störf fleiri laus til umsóknar. „Vonandi koma þeir bara mjög fljótt inn og losa aðeins þessa pressu.“
Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19 Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44 Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. 12. júlí 2023 08:34 „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. 11. júlí 2023 16:42 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19
Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44
Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. 12. júlí 2023 08:34
„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. 11. júlí 2023 16:42