Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2023 16:42 Íslenski rokkbarinn þar sem ungmennin íslensku hittu fyrir 27 ára Pólverja. Til átaka kom sem lauk á bílastæði við Fjarðarkaup, hinum megin við götuna. Vísir/Vilhelm Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. Tæpar tólf vikur eru liðnar síðan 27 ára pólskur karlmaður lést eftir að hafa verið stunginn ítrekað með eggvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu játaði nítján ára karlmaður sök fljótlega eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir manndráp og sömuleiðis tveir sautján ára drengir. Þeir þrír og sautján ára stúlka hittu karlmanninn á Íslenska rokkbarnum í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að átök brutust út á milli hópsins sem lauk með því að karlmanninum var ráðinn bani á bílastæði Fjarðarkaupa handan götunnar. Allir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fjögurra vikna. Sá elsti innan veggja fangelsis en hinir yngri á viðeigandi stofnun. Stúlkan losnaði fljótlega úr gæsluvarðhaldi eftir að málið kom upp. Fram kom í úrskurði Landsréttar að stúlkan hefði tjáð lögreglu að hún hefði ekki tekið þátt í átökunum heldur verið í fimm til átta metra fjarlægð. Átökin hefðu aðallega verið á milli tvegja. Í kæru Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns stúlkunnar sem mótmælti upphaflegu gæsluvarðhaldi yfir henni, lagði hann áherslu á að stúlkan væri lykilvitni en ekki gerandi í málinu. „Hún tók atvikið upp á myndband af því að foreldrar hennar höfðu sagt henni að gera það við ótryggar aðstæður. Hún upplýsti lögreglu strax um myndbandið, framvísaði því og heimilaði lögreglu að skoða símann sinn. Hún hefur í einu og öllu sagt satt og rétt frá hjá lögreglu og dregið ekkert undan og leitast þannig við að hjálpa lögreglu að upplýsa málið.“ Stúlkan er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Í 221. grein almennra hegningarlaga segir að láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varði það fangelsi allt að tveimur árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu. 3. júlí 2023 20:01 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Tæpar tólf vikur eru liðnar síðan 27 ára pólskur karlmaður lést eftir að hafa verið stunginn ítrekað með eggvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu játaði nítján ára karlmaður sök fljótlega eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir manndráp og sömuleiðis tveir sautján ára drengir. Þeir þrír og sautján ára stúlka hittu karlmanninn á Íslenska rokkbarnum í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að átök brutust út á milli hópsins sem lauk með því að karlmanninum var ráðinn bani á bílastæði Fjarðarkaupa handan götunnar. Allir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fjögurra vikna. Sá elsti innan veggja fangelsis en hinir yngri á viðeigandi stofnun. Stúlkan losnaði fljótlega úr gæsluvarðhaldi eftir að málið kom upp. Fram kom í úrskurði Landsréttar að stúlkan hefði tjáð lögreglu að hún hefði ekki tekið þátt í átökunum heldur verið í fimm til átta metra fjarlægð. Átökin hefðu aðallega verið á milli tvegja. Í kæru Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns stúlkunnar sem mótmælti upphaflegu gæsluvarðhaldi yfir henni, lagði hann áherslu á að stúlkan væri lykilvitni en ekki gerandi í málinu. „Hún tók atvikið upp á myndband af því að foreldrar hennar höfðu sagt henni að gera það við ótryggar aðstæður. Hún upplýsti lögreglu strax um myndbandið, framvísaði því og heimilaði lögreglu að skoða símann sinn. Hún hefur í einu og öllu sagt satt og rétt frá hjá lögreglu og dregið ekkert undan og leitast þannig við að hjálpa lögreglu að upplýsa málið.“ Stúlkan er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Í 221. grein almennra hegningarlaga segir að láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varði það fangelsi allt að tveimur árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu. 3. júlí 2023 20:01 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu. 3. júlí 2023 20:01
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02