Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Máni Snær Þorláksson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 12. júlí 2023 11:44 Einar Hagalín og Adela Halldórsdóttir nýta sumarfríið í björgunarsveitarstörf. Vísir/Ívar Fannar Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. „Það er svo sem alltaf eitthvað inn á milli. Fólk bara á stuttermabol og ekkert meira, enginn bakpoki og ekkert vatn og ekkert til vara,“ segir Einar Hagalín, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ, samtali við fréttastofu í gær. „Við erum að passa upp á að það fari allt vel fram.“ Adela Halldórsdóttir, sem er einnig í Björgunarveitinni Kyndli, bendir á mikilvægi þess að fólk hlýði þeim og fari réttum megin að gosinu. Þannig sé það í minni mengun. „Eftir því sem fólksfjöldinn eykst þá náttúrulega aukast líkurnar á að eitthvað gerist,“ segir Einar þá. „Við erum bara að vona það besta og vera til taks ef eitthvað kemur upp á.“ Klippa: Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Hvaða ráð gefið þið helst fólki sem ætlar að fara í gönguna? „Það er að halda sig í hæð, ekki vera ofan í lægðunum. Fara hérna eftir hringnum og helst upp á fjallið. Bara forðast gasið og þessa mengun sem er náttúrlega lífshættuleg og fylgir þessu,“ segir Einar. „Og taka nóg af vatni með sér,“ skýtur Adela inn í. Þá segja þau að það gaman að fara í þetta verkfefni um hásumar. „Við tókum bara sumarfrísdaga til þess að koma hingað, þetta er bara svona. Svo erum við að fara í heila viku inn í Landmannalaugar eftir nokkra daga. Þetta er bara lífið, þetta er bara gaman“ Ánægðir ferðamenn Einnig er rætt við ferðamenn sem mættu á gossvæðið í gær og voru himinlifandi með að fá að sjá eldgosið, þau Harry, Emily og Dani. „Þetta var virkilega magnað,“ segir hinn skoski Harry í samtali við fréttastofu. „Þetta var ótrúlegt,“ segir hin bandaríska Emily þá. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður og töldu að það hafi verið vel þess virði að ganga að gosinu, þrátt fyrir að það hafi tekið um þrjá og hálfan tíma að fara aðra leiðina. „Nú þurfum við að fara alla leið aftur,“ segir Dani en þau fullyrða öll engu að síður að það sé þess virði að ganga að gosinu. Rætt var við Harry frá Skotlandi og Bandaríkjamennina Emily og Dani sem voru á leið til baka frá gosinu við Litla-Hrút.Vísir/Ívar Fannar Þá segja þau að eldgosið sé einstakt og koma því að orði að það sé bara eitthvað sem gerist „einu sinni á ævinni.“ Flestir Íslendingar eru þó eflaust ósammála því. Skrifa nýjar tölur á skiltin Jón Ágúst Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, var líka á gossvæðinu í gær. Hann var í því hlutverki að sinna aðkomuleiðum og ýmsum öryggismálum fyrir Grindavíkurbæ og Almannavarnir. „Við höfum séð um að skipuleggja í raun og veru gönguleiðir og þessar vegmerkingar sem eru hérna frá 2021 og 2022. Það er svona heildstætt gönguleiðakerfi sem hefur verið skipulagt og nú þurfum við að framlengja það áfram og aðlaga okkur að aðstæðum.“ Jón Ágúst Steingrímsson jarðverkfræðingur sinnir aðkomuleiðum og öryggismálum á svæðinu.Vísir/Ívar Fannar Til dæmis þurfi að aðlaga upplýsingarnar að nýja gosinu, skrifa inn nýjar tölur á skiltin og svoleiðis. Hvenær verður ný leið tilbúin? „Það er ómögulegt að segja. Við byrjum á að stika þetta og merkja, það er nú aðalatriðið, að fólk viti aðallega hvernig það á að rata til baka og komast á stæðið. Svo verða kortin hér við upphaf gönguleiðanna uppfærð á næstu dögum með nýjum upplýsingum.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Það er svo sem alltaf eitthvað inn á milli. Fólk bara á stuttermabol og ekkert meira, enginn bakpoki og ekkert vatn og ekkert til vara,“ segir Einar Hagalín, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ, samtali við fréttastofu í gær. „Við erum að passa upp á að það fari allt vel fram.“ Adela Halldórsdóttir, sem er einnig í Björgunarveitinni Kyndli, bendir á mikilvægi þess að fólk hlýði þeim og fari réttum megin að gosinu. Þannig sé það í minni mengun. „Eftir því sem fólksfjöldinn eykst þá náttúrulega aukast líkurnar á að eitthvað gerist,“ segir Einar þá. „Við erum bara að vona það besta og vera til taks ef eitthvað kemur upp á.“ Klippa: Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Hvaða ráð gefið þið helst fólki sem ætlar að fara í gönguna? „Það er að halda sig í hæð, ekki vera ofan í lægðunum. Fara hérna eftir hringnum og helst upp á fjallið. Bara forðast gasið og þessa mengun sem er náttúrlega lífshættuleg og fylgir þessu,“ segir Einar. „Og taka nóg af vatni með sér,“ skýtur Adela inn í. Þá segja þau að það gaman að fara í þetta verkfefni um hásumar. „Við tókum bara sumarfrísdaga til þess að koma hingað, þetta er bara svona. Svo erum við að fara í heila viku inn í Landmannalaugar eftir nokkra daga. Þetta er bara lífið, þetta er bara gaman“ Ánægðir ferðamenn Einnig er rætt við ferðamenn sem mættu á gossvæðið í gær og voru himinlifandi með að fá að sjá eldgosið, þau Harry, Emily og Dani. „Þetta var virkilega magnað,“ segir hinn skoski Harry í samtali við fréttastofu. „Þetta var ótrúlegt,“ segir hin bandaríska Emily þá. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður og töldu að það hafi verið vel þess virði að ganga að gosinu, þrátt fyrir að það hafi tekið um þrjá og hálfan tíma að fara aðra leiðina. „Nú þurfum við að fara alla leið aftur,“ segir Dani en þau fullyrða öll engu að síður að það sé þess virði að ganga að gosinu. Rætt var við Harry frá Skotlandi og Bandaríkjamennina Emily og Dani sem voru á leið til baka frá gosinu við Litla-Hrút.Vísir/Ívar Fannar Þá segja þau að eldgosið sé einstakt og koma því að orði að það sé bara eitthvað sem gerist „einu sinni á ævinni.“ Flestir Íslendingar eru þó eflaust ósammála því. Skrifa nýjar tölur á skiltin Jón Ágúst Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, var líka á gossvæðinu í gær. Hann var í því hlutverki að sinna aðkomuleiðum og ýmsum öryggismálum fyrir Grindavíkurbæ og Almannavarnir. „Við höfum séð um að skipuleggja í raun og veru gönguleiðir og þessar vegmerkingar sem eru hérna frá 2021 og 2022. Það er svona heildstætt gönguleiðakerfi sem hefur verið skipulagt og nú þurfum við að framlengja það áfram og aðlaga okkur að aðstæðum.“ Jón Ágúst Steingrímsson jarðverkfræðingur sinnir aðkomuleiðum og öryggismálum á svæðinu.Vísir/Ívar Fannar Til dæmis þurfi að aðlaga upplýsingarnar að nýja gosinu, skrifa inn nýjar tölur á skiltin og svoleiðis. Hvenær verður ný leið tilbúin? „Það er ómögulegt að segja. Við byrjum á að stika þetta og merkja, það er nú aðalatriðið, að fólk viti aðallega hvernig það á að rata til baka og komast á stæðið. Svo verða kortin hér við upphaf gönguleiðanna uppfærð á næstu dögum með nýjum upplýsingum.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira