Háskólaþjálfari rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2023 12:30 Pat Fitzgerald hafði verið þjálfari Northwestern Wildcats liðsins síðan árið 2006. Vísir/Getty Þjálfari Northwestern Wildcats í ameríska háskólafótboltanum hefur verið rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu sem viðgekkst hjá liðinu. Leikmenn sem gerðu mistök á vellinum var refsað af samherjum sínum. Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans. Háskólabolti NCAA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans.
Háskólabolti NCAA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti