Í tilkynningu frá ÍSOR segir að mælirinn, sem nefnist FAF og er staðsett austan Fagradalsfjalls, hafi reynst ómetanlegur í náttúruvárvöktunn vegna staðsetningar sinnar. Bæði hafi mælirinn getað reiknað út nákvæma staðsetningu skjálfta sem og vaktað gosóróa.
„Nú stefnir hraunstraumurinn í yfirstandandi eldgosi hins vegar beint á FAF, svo að við reynumst nauðbeygð til þess að fjarlægja mælinn í samvinnu við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands. Hans verður sárt saknað!,“ segir í tilkynningu.