Óþefur í Ólafsfirði „hátíð“ miðað við það sem áður var Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 06:46 Frá verksmiðju Norlandia í Ólafsfirði. Já.is Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði. Í bókun bæjarráðs frá bæjarráðsfundi síðastliðinn föstudag óskar ráðið eftir því í ljósi ítrekaðra kvartana að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins. Norlandia er hausaþurrkunarverksmiðja og hafa íbúar reglulega kvartað undan ólykt undanfarin ár. Bæjarráð Fjallabyggðar segir í bókun sinni að mikilvægt sé að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia. Vísir hefur ekki tali af Ásgeir Loga Ásgeirssyni, eiganda Norlandia vegna málsins. Ekki farið fiskur í fyrirtækið síðan á fimmtudag Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið í talsverðar mengunarvarnaraðgerðir og endurbætur hjá fyrirtækinu sem hann telur hafa heppnast vel. Mótor hafi hins vegar bilað hjá fyrirtækinu í vor með tilheyrandi lyktarmengun. Lítið þol hafi verið fyrir umhverfisáhrifum af hálfu starfsemi fyrirtækisins nú. „Núna liggur starfsemin niðri og það hefur ekki farið fiskur inn í fyrirtækið síðan á fimmtudag,“ segir Sigurjón. Starfsemi muni líklega ekki hefjast aftur fyrr en í ágúst. Þriðja eftirlitsferðin í dag Sigurjón kveðst hafa farið tvisvar í eftirlit á Ólafsfjörð í sumar. 15. júní og svo aftur 3. júlí. Þriðja eftirlitsferðin verður farin í dag 12. júlí. „Þá fann ég enga lykt á góðum tíma. Ég vissi af því að það hafði bilað vifta og það getur vel verið að kvartanir berist vegna þess að fólk er búið með allt þol gagnvart þessu,“ segir Sigurjón. Hann segir að stofnuninni hafi einnig borist kvartanir vegna lyktar á Siglufirði, þá vegna starfsemi Primex, fyrirtækis sem framleiðir kítín og kítósan úr rækjuskel. „Ástandið í Ólafsfirði núna er hátíð miðað við hvernig það var fyrir tveimur árum. Almennt má segja að þol fólks gagnvart svona lykt hefur minnkað.“ Fjallabyggð Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Í bókun bæjarráðs frá bæjarráðsfundi síðastliðinn föstudag óskar ráðið eftir því í ljósi ítrekaðra kvartana að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins. Norlandia er hausaþurrkunarverksmiðja og hafa íbúar reglulega kvartað undan ólykt undanfarin ár. Bæjarráð Fjallabyggðar segir í bókun sinni að mikilvægt sé að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia. Vísir hefur ekki tali af Ásgeir Loga Ásgeirssyni, eiganda Norlandia vegna málsins. Ekki farið fiskur í fyrirtækið síðan á fimmtudag Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið í talsverðar mengunarvarnaraðgerðir og endurbætur hjá fyrirtækinu sem hann telur hafa heppnast vel. Mótor hafi hins vegar bilað hjá fyrirtækinu í vor með tilheyrandi lyktarmengun. Lítið þol hafi verið fyrir umhverfisáhrifum af hálfu starfsemi fyrirtækisins nú. „Núna liggur starfsemin niðri og það hefur ekki farið fiskur inn í fyrirtækið síðan á fimmtudag,“ segir Sigurjón. Starfsemi muni líklega ekki hefjast aftur fyrr en í ágúst. Þriðja eftirlitsferðin í dag Sigurjón kveðst hafa farið tvisvar í eftirlit á Ólafsfjörð í sumar. 15. júní og svo aftur 3. júlí. Þriðja eftirlitsferðin verður farin í dag 12. júlí. „Þá fann ég enga lykt á góðum tíma. Ég vissi af því að það hafði bilað vifta og það getur vel verið að kvartanir berist vegna þess að fólk er búið með allt þol gagnvart þessu,“ segir Sigurjón. Hann segir að stofnuninni hafi einnig borist kvartanir vegna lyktar á Siglufirði, þá vegna starfsemi Primex, fyrirtækis sem framleiðir kítín og kítósan úr rækjuskel. „Ástandið í Ólafsfirði núna er hátíð miðað við hvernig það var fyrir tveimur árum. Almennt má segja að þol fólks gagnvart svona lykt hefur minnkað.“
Fjallabyggð Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira