Gosóróinn lækki enn sem sé eðlilegt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2023 13:05 Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti klukkan 16:40 í gær en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. vísir/vilhelm Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút og hraunflæði minnkað sem sé eðlilegt að sögn náttúruvárssérfræðings hjá Veðurstofunni. Eldgosið malli með lotukenndum hætti en gosóróinn fari lækkandi. Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni segir gosið malla með nokkuð lotukenndum hætti. „Í morgun var smá strókavirkni en svo datt hún alveg niður í smá tíma, svo hófst hún aftur. Eins og er virðist maður sjá út frá vefmyndavélum að svæðið norður af Litla-Hrút sé rólegra, ekki eins mikil strókavirkni og sprunguvirkni og var.“ Hér má fylgjast með gosinu í beinni útsendingu frá vefmyndavél Vísis: Gosóróinn hafi verið í hámarki um klukkan níu í gærkvöldi en lækkað hægt og rólega um miðnætti og segir Bjarki óróann enn fara lækkandi, sem sé eðlilegt. „Þetta byrjar yfirleitt með krafti og svo minnkar virkni með tímanum þegar gosið er að ná jafnvægi og það getur verið það sem er að gerast núna. Þetta er eins og þegar þú hristir gosflösku eða kampavín, þá kemur rosa mikið út fyrst en svo minnkar flæðið með tímanum en heldur samt áfram að renna úr flöskunni og það er bara spurning hversu mikið er í gangi þarna niðri og hversu mikið færist upp í gegnum gígjana. En eins og núna þá virðist minni gangur í gosinu en fyrr, en tíminn einn leiðir í ljós hvað verður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16 „Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00 Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02 Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Sjá meira
Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni segir gosið malla með nokkuð lotukenndum hætti. „Í morgun var smá strókavirkni en svo datt hún alveg niður í smá tíma, svo hófst hún aftur. Eins og er virðist maður sjá út frá vefmyndavélum að svæðið norður af Litla-Hrút sé rólegra, ekki eins mikil strókavirkni og sprunguvirkni og var.“ Hér má fylgjast með gosinu í beinni útsendingu frá vefmyndavél Vísis: Gosóróinn hafi verið í hámarki um klukkan níu í gærkvöldi en lækkað hægt og rólega um miðnætti og segir Bjarki óróann enn fara lækkandi, sem sé eðlilegt. „Þetta byrjar yfirleitt með krafti og svo minnkar virkni með tímanum þegar gosið er að ná jafnvægi og það getur verið það sem er að gerast núna. Þetta er eins og þegar þú hristir gosflösku eða kampavín, þá kemur rosa mikið út fyrst en svo minnkar flæðið með tímanum en heldur samt áfram að renna úr flöskunni og það er bara spurning hversu mikið er í gangi þarna niðri og hversu mikið færist upp í gegnum gígjana. En eins og núna þá virðist minni gangur í gosinu en fyrr, en tíminn einn leiðir í ljós hvað verður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16 „Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00 Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02 Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Sjá meira
Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16
„Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00
Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02
Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05