„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 13:19 Sprungan var líklega um tuttugu sentímetra breið þar sem mest var að sögn Jóns Atla. Jón Atli Magnússon Hjón úr Hafnarfirði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við nálægt skjálftaupptökum við Keili í gærkvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. „Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira