„Voru örugglega búnir að fá sér nokkra Pimm´s“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 13:31 Victoria Azarenka glottir um leið og hún gengur af velli eftir tapið um helgina. Vísir/Getty Tenniskonan Victoria Azarenka frá Belarús tapaði fyrir hinni úkraínsku Elina Svitolina á Wimbledon mótinu í tennis í gær. Áhorfendur bauluðu á Azarenka þegar hún gekk af velli eftir leik. Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti