„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 23:31 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stendur keik með sinni ákvörðun. Vísir/Ívar Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. Hart hefur verið sótt að matvælaráðherra vegna ákvörðunar um stöðvun hvalveiða tímabundið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur meðal annars sagt að ráðherra hafi ekki fært rök fyrir ýmsu sem grundvallaði ákvörðunina. Þá hafi hún virt að vettugi ráðleggingar sérfræðinga og engin svör hafi fengist um hvort hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa hafi verið framkvæmt. Matvælaráðherra hafnar gagnrýninni og segir öll gögn máls liggja fyrir. „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun enda eru allar mínar ráðstafanir í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Samtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt matvælaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði á miðvikudaginn ákvörðun ráðherra ögrun og aðför að ríkisstjórninni. Hún hefði með henni veikt og grafið undan möguleikum hennar að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. Svandís segir gagnrýnina fyrsta og fremst til heimabrúks. „Við vorum á ágætum ríkisstjórnarfundi hér áðan þar sem ég varð ekki vör við þessi vandamál.“ Svandís segir ekki standa til að afturkalla ákvörðunina. „Þessi ákvörðun og þessi ráðstöfun er óvenjulega vel undirbyggð og ég hef sinnt minni rannsóknarskyldu á öllum stigum. Þannig ég hafna þessari gagnrýni.“ Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hart hefur verið sótt að matvælaráðherra vegna ákvörðunar um stöðvun hvalveiða tímabundið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur meðal annars sagt að ráðherra hafi ekki fært rök fyrir ýmsu sem grundvallaði ákvörðunina. Þá hafi hún virt að vettugi ráðleggingar sérfræðinga og engin svör hafi fengist um hvort hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa hafi verið framkvæmt. Matvælaráðherra hafnar gagnrýninni og segir öll gögn máls liggja fyrir. „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun enda eru allar mínar ráðstafanir í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Samtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt matvælaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði á miðvikudaginn ákvörðun ráðherra ögrun og aðför að ríkisstjórninni. Hún hefði með henni veikt og grafið undan möguleikum hennar að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. Svandís segir gagnrýnina fyrsta og fremst til heimabrúks. „Við vorum á ágætum ríkisstjórnarfundi hér áðan þar sem ég varð ekki vör við þessi vandamál.“ Svandís segir ekki standa til að afturkalla ákvörðunina. „Þessi ákvörðun og þessi ráðstöfun er óvenjulega vel undirbyggð og ég hef sinnt minni rannsóknarskyldu á öllum stigum. Þannig ég hafna þessari gagnrýni.“
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18