Man United íhugar að lána Greenwood til Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 23:31 Það virðist sem Greenwood eigi framtíð í boltanum eftir allt saman. Laurence Griffiths/Getty Images Það virðist sem enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atalanta um að lána Mason Greenwood þangað út komandi tímabil. Sá hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 22. janúar á síðasta ári vegna gruns um líkamlegt sem og kynferðisofbeldi. Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News hefur John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man United, fundað með Atalanta en enska félagið hefur gríðarlegan áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund í sínar raðir frá Atalanta. Svo virðist sem ítalska félagið sé viljugra að láta Danann af hendi ef það fær Greenwood á láni. United have discussed loaning Mason Greenwood to Atalanta, who are interested #mufc https://t.co/xRQMXDQvip— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 7, 2023 Samkvæmt frétt miðilsins vill Erik ten Hag, þjálfari Man United, ekki selja Greenwood sem stendur en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Þá getur félagið framlengt samning um ár til viðbótar. Eins og áður sagði hefur Greenwood ekki spilað síðan í ársbyrjun 2022 þegar kærasta hans birti myndir af áverkum sem hún sagði leikmanninn hafa veitt sér. Þá birti hún hljóðbrot þar sem heyra mátti Greenwood þvinga hana til samræðis. Hann var í kjölfarið kærður fyrir líkamsárás sem og tilraun til nauðgunar. Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og vildu ekki bera vitni. Greenwood er því frjáls allra ferða sinna og nýverið hefur hann sést undir handleiðslu einkaþjálfara. Hefur Juventus verið orðað við leikmanninn en nú virðist sem hann sé á leið til Atalanta. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News hefur John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man United, fundað með Atalanta en enska félagið hefur gríðarlegan áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund í sínar raðir frá Atalanta. Svo virðist sem ítalska félagið sé viljugra að láta Danann af hendi ef það fær Greenwood á láni. United have discussed loaning Mason Greenwood to Atalanta, who are interested #mufc https://t.co/xRQMXDQvip— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 7, 2023 Samkvæmt frétt miðilsins vill Erik ten Hag, þjálfari Man United, ekki selja Greenwood sem stendur en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Þá getur félagið framlengt samning um ár til viðbótar. Eins og áður sagði hefur Greenwood ekki spilað síðan í ársbyrjun 2022 þegar kærasta hans birti myndir af áverkum sem hún sagði leikmanninn hafa veitt sér. Þá birti hún hljóðbrot þar sem heyra mátti Greenwood þvinga hana til samræðis. Hann var í kjölfarið kærður fyrir líkamsárás sem og tilraun til nauðgunar. Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og vildu ekki bera vitni. Greenwood er því frjáls allra ferða sinna og nýverið hefur hann sést undir handleiðslu einkaþjálfara. Hefur Juventus verið orðað við leikmanninn en nú virðist sem hann sé á leið til Atalanta.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30
Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00