Svíar færast nær aðild að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2023 21:01 Tobias Billstrom utanríkisráðherra Svíþjóðar ræðir við fréttamenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag. AP/Virginia Mayo Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. Forseti Tyrklands hefur farið fram á ýmsar stefnubreytingar hjá stjórn Svíþjóðar meðal annars varðandi stuðning við samtök sjálfstæðissinnaðra Kúrda (PKK), sem hann flokkar sem hryðjuverkasamtök, og framsal Kúrda sem Svíar hafa veitt hæli. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að aðild Svía að bandalaginu verði samþykkt á leiðtogafundi NATO í næstu viku.AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að gengið verði frá aðild Svía á leiðtogafundi NATO í Vilius í Litháen í næstu viku. "Í dag staðfestum við á ný að aðild Svíðþjóðar er innan seilingar og að staðfesting á aðild Svíþjóðar þýðir ekki endalok samstarfs við Tyrkland. Því fer fjarri eins og þátttaka Finna sýnir," sagði Stoltenberg. Svíar hefðu komið til móts við Tyrki og breytt stjórnarskrá sinni. Sett ný lög gegn hryðjuverkum, aflétt takmörkunum á vopnasölu til Tyrklands og aukið samstarf gegn hryðjuverkum,þar á meðal gegn PKK flokki Kúrda. "Við erum öll sammála um að full aðild Svíþjóðar þjónar öryggishagsmunum allra aðildarríkjanna og við viljum öll ljúka þessu ferli eins fljótt og auðið er," sagði jens Stoltenberg í dag. NATO Svíþjóð Tengdar fréttir Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Forseti Tyrklands hefur farið fram á ýmsar stefnubreytingar hjá stjórn Svíþjóðar meðal annars varðandi stuðning við samtök sjálfstæðissinnaðra Kúrda (PKK), sem hann flokkar sem hryðjuverkasamtök, og framsal Kúrda sem Svíar hafa veitt hæli. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að aðild Svía að bandalaginu verði samþykkt á leiðtogafundi NATO í næstu viku.AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að gengið verði frá aðild Svía á leiðtogafundi NATO í Vilius í Litháen í næstu viku. "Í dag staðfestum við á ný að aðild Svíðþjóðar er innan seilingar og að staðfesting á aðild Svíþjóðar þýðir ekki endalok samstarfs við Tyrkland. Því fer fjarri eins og þátttaka Finna sýnir," sagði Stoltenberg. Svíar hefðu komið til móts við Tyrki og breytt stjórnarskrá sinni. Sett ný lög gegn hryðjuverkum, aflétt takmörkunum á vopnasölu til Tyrklands og aukið samstarf gegn hryðjuverkum,þar á meðal gegn PKK flokki Kúrda. "Við erum öll sammála um að full aðild Svíþjóðar þjónar öryggishagsmunum allra aðildarríkjanna og við viljum öll ljúka þessu ferli eins fljótt og auðið er," sagði jens Stoltenberg í dag.
NATO Svíþjóð Tengdar fréttir Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11
Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09