Elstu börn Berlusconi fá viðskiptaveldið í arf Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 12:31 Frá vinstri: Paolo og Marina Berlusconi ásamt Mörtu Fascina og Barböru Berlusconi við ríkisútför Silvio í Mílanó 14. júní. Vísir/EPA Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn auðugasti maður landsins, eftirlét elstu börnum sínum tveimur forræði yfir viðskiptaveldi hans. Kærasta Berlusconi sem var meira en hálfri öld yngri en hann fær milljarða samkvæmt erfðaskrá hans sem hefur nú verið gerð opinber. Marina og Pier Silvio Berlusconi, börn Berlusconi úr fyrsta hjónabandi hans, fá saman 53 prósent hlut í Fininvest, eignarhaldsfélagi auðjöfursins og stjórnmálamannsins sem lést í síðasta mánuði. Þrjú yngri börn Berlusconi, Barbara, Eleonora og Luigi, fá smærri hluti í félaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eldri systkinin hafa stýrt hluta veldisins undanfarin ár. Marina hefur verið stjórnarformaður Fininvest en Pier Silvio hefur stýrt MediaForEurope, fjölmiðlahluta veldisins. Þau yngri hafa tekið minni þátt í rekstinum. Börnin fimm lýstu því nýlega yfir að enginn einn hluthafi fengi ráðandi hlut í félaginu sem var áður í höndum föður þeirra, að sögn Reuters. Marta Fascina, kærasta Berlusconi þegar hann lést, fær hundrað milljónir evra, jafnvirði tæplega 14,9 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Hún er 33 ára gömul, 53 árum yngri en Berlusconi þegar hann lést. Þau voru ekki gift en Berlusconi er sagður hafa talað um hana sem eiginkonu sína á dánarbeðinum. Pier Silvio Berlusconi, elsti sonur fyrrverandi forsætisráðherrans.Vísir/EPA Sömu upphæð fær Paulo, yngri bróðir Berlusconi. Marcello Dell'Utri, náinn ráðgjafi og viðskiptafélagi fyrrverandi forsætisráðherrans fær þrjátíu milljónir evra, jafnvirði hátt í 4,5 milljarða króna. Dell'Utri var sakfelldur fyrir tengsl við mafíuna árið 2014. Reuters segir að erfðaskráin hafi verið í óinnsigluðu umslagi og dagsett 19. janúar árið 2022. Það var þegar Berlusconi var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó til meðferðar. Hann þjáðist af hvítblæði. Ákvörðunin um úthlutun arfsins var tekin árið 2006 samkvæmt afriti sem fréttamenn Reuters hafa séð. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar þekktar eigur Berlusconi, þar á meðal glæsihallir hans við Mílanó, Róm og á Sardiníu. Hann átti einnig ítalska knattspyrnuliði Monza. Ítalía Tengdar fréttir Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Marina og Pier Silvio Berlusconi, börn Berlusconi úr fyrsta hjónabandi hans, fá saman 53 prósent hlut í Fininvest, eignarhaldsfélagi auðjöfursins og stjórnmálamannsins sem lést í síðasta mánuði. Þrjú yngri börn Berlusconi, Barbara, Eleonora og Luigi, fá smærri hluti í félaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eldri systkinin hafa stýrt hluta veldisins undanfarin ár. Marina hefur verið stjórnarformaður Fininvest en Pier Silvio hefur stýrt MediaForEurope, fjölmiðlahluta veldisins. Þau yngri hafa tekið minni þátt í rekstinum. Börnin fimm lýstu því nýlega yfir að enginn einn hluthafi fengi ráðandi hlut í félaginu sem var áður í höndum föður þeirra, að sögn Reuters. Marta Fascina, kærasta Berlusconi þegar hann lést, fær hundrað milljónir evra, jafnvirði tæplega 14,9 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Hún er 33 ára gömul, 53 árum yngri en Berlusconi þegar hann lést. Þau voru ekki gift en Berlusconi er sagður hafa talað um hana sem eiginkonu sína á dánarbeðinum. Pier Silvio Berlusconi, elsti sonur fyrrverandi forsætisráðherrans.Vísir/EPA Sömu upphæð fær Paulo, yngri bróðir Berlusconi. Marcello Dell'Utri, náinn ráðgjafi og viðskiptafélagi fyrrverandi forsætisráðherrans fær þrjátíu milljónir evra, jafnvirði hátt í 4,5 milljarða króna. Dell'Utri var sakfelldur fyrir tengsl við mafíuna árið 2014. Reuters segir að erfðaskráin hafi verið í óinnsigluðu umslagi og dagsett 19. janúar árið 2022. Það var þegar Berlusconi var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó til meðferðar. Hann þjáðist af hvítblæði. Ákvörðunin um úthlutun arfsins var tekin árið 2006 samkvæmt afriti sem fréttamenn Reuters hafa séð. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar þekktar eigur Berlusconi, þar á meðal glæsihallir hans við Mílanó, Róm og á Sardiníu. Hann átti einnig ítalska knattspyrnuliði Monza.
Ítalía Tengdar fréttir Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08