Elstu börn Berlusconi fá viðskiptaveldið í arf Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 12:31 Frá vinstri: Paolo og Marina Berlusconi ásamt Mörtu Fascina og Barböru Berlusconi við ríkisútför Silvio í Mílanó 14. júní. Vísir/EPA Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn auðugasti maður landsins, eftirlét elstu börnum sínum tveimur forræði yfir viðskiptaveldi hans. Kærasta Berlusconi sem var meira en hálfri öld yngri en hann fær milljarða samkvæmt erfðaskrá hans sem hefur nú verið gerð opinber. Marina og Pier Silvio Berlusconi, börn Berlusconi úr fyrsta hjónabandi hans, fá saman 53 prósent hlut í Fininvest, eignarhaldsfélagi auðjöfursins og stjórnmálamannsins sem lést í síðasta mánuði. Þrjú yngri börn Berlusconi, Barbara, Eleonora og Luigi, fá smærri hluti í félaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eldri systkinin hafa stýrt hluta veldisins undanfarin ár. Marina hefur verið stjórnarformaður Fininvest en Pier Silvio hefur stýrt MediaForEurope, fjölmiðlahluta veldisins. Þau yngri hafa tekið minni þátt í rekstinum. Börnin fimm lýstu því nýlega yfir að enginn einn hluthafi fengi ráðandi hlut í félaginu sem var áður í höndum föður þeirra, að sögn Reuters. Marta Fascina, kærasta Berlusconi þegar hann lést, fær hundrað milljónir evra, jafnvirði tæplega 14,9 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Hún er 33 ára gömul, 53 árum yngri en Berlusconi þegar hann lést. Þau voru ekki gift en Berlusconi er sagður hafa talað um hana sem eiginkonu sína á dánarbeðinum. Pier Silvio Berlusconi, elsti sonur fyrrverandi forsætisráðherrans.Vísir/EPA Sömu upphæð fær Paulo, yngri bróðir Berlusconi. Marcello Dell'Utri, náinn ráðgjafi og viðskiptafélagi fyrrverandi forsætisráðherrans fær þrjátíu milljónir evra, jafnvirði hátt í 4,5 milljarða króna. Dell'Utri var sakfelldur fyrir tengsl við mafíuna árið 2014. Reuters segir að erfðaskráin hafi verið í óinnsigluðu umslagi og dagsett 19. janúar árið 2022. Það var þegar Berlusconi var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó til meðferðar. Hann þjáðist af hvítblæði. Ákvörðunin um úthlutun arfsins var tekin árið 2006 samkvæmt afriti sem fréttamenn Reuters hafa séð. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar þekktar eigur Berlusconi, þar á meðal glæsihallir hans við Mílanó, Róm og á Sardiníu. Hann átti einnig ítalska knattspyrnuliði Monza. Ítalía Tengdar fréttir Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Marina og Pier Silvio Berlusconi, börn Berlusconi úr fyrsta hjónabandi hans, fá saman 53 prósent hlut í Fininvest, eignarhaldsfélagi auðjöfursins og stjórnmálamannsins sem lést í síðasta mánuði. Þrjú yngri börn Berlusconi, Barbara, Eleonora og Luigi, fá smærri hluti í félaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eldri systkinin hafa stýrt hluta veldisins undanfarin ár. Marina hefur verið stjórnarformaður Fininvest en Pier Silvio hefur stýrt MediaForEurope, fjölmiðlahluta veldisins. Þau yngri hafa tekið minni þátt í rekstinum. Börnin fimm lýstu því nýlega yfir að enginn einn hluthafi fengi ráðandi hlut í félaginu sem var áður í höndum föður þeirra, að sögn Reuters. Marta Fascina, kærasta Berlusconi þegar hann lést, fær hundrað milljónir evra, jafnvirði tæplega 14,9 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Hún er 33 ára gömul, 53 árum yngri en Berlusconi þegar hann lést. Þau voru ekki gift en Berlusconi er sagður hafa talað um hana sem eiginkonu sína á dánarbeðinum. Pier Silvio Berlusconi, elsti sonur fyrrverandi forsætisráðherrans.Vísir/EPA Sömu upphæð fær Paulo, yngri bróðir Berlusconi. Marcello Dell'Utri, náinn ráðgjafi og viðskiptafélagi fyrrverandi forsætisráðherrans fær þrjátíu milljónir evra, jafnvirði hátt í 4,5 milljarða króna. Dell'Utri var sakfelldur fyrir tengsl við mafíuna árið 2014. Reuters segir að erfðaskráin hafi verið í óinnsigluðu umslagi og dagsett 19. janúar árið 2022. Það var þegar Berlusconi var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó til meðferðar. Hann þjáðist af hvítblæði. Ákvörðunin um úthlutun arfsins var tekin árið 2006 samkvæmt afriti sem fréttamenn Reuters hafa séð. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar þekktar eigur Berlusconi, þar á meðal glæsihallir hans við Mílanó, Róm og á Sardiníu. Hann átti einnig ítalska knattspyrnuliði Monza.
Ítalía Tengdar fréttir Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08