Elstu börn Berlusconi fá viðskiptaveldið í arf Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 12:31 Frá vinstri: Paolo og Marina Berlusconi ásamt Mörtu Fascina og Barböru Berlusconi við ríkisútför Silvio í Mílanó 14. júní. Vísir/EPA Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn auðugasti maður landsins, eftirlét elstu börnum sínum tveimur forræði yfir viðskiptaveldi hans. Kærasta Berlusconi sem var meira en hálfri öld yngri en hann fær milljarða samkvæmt erfðaskrá hans sem hefur nú verið gerð opinber. Marina og Pier Silvio Berlusconi, börn Berlusconi úr fyrsta hjónabandi hans, fá saman 53 prósent hlut í Fininvest, eignarhaldsfélagi auðjöfursins og stjórnmálamannsins sem lést í síðasta mánuði. Þrjú yngri börn Berlusconi, Barbara, Eleonora og Luigi, fá smærri hluti í félaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eldri systkinin hafa stýrt hluta veldisins undanfarin ár. Marina hefur verið stjórnarformaður Fininvest en Pier Silvio hefur stýrt MediaForEurope, fjölmiðlahluta veldisins. Þau yngri hafa tekið minni þátt í rekstinum. Börnin fimm lýstu því nýlega yfir að enginn einn hluthafi fengi ráðandi hlut í félaginu sem var áður í höndum föður þeirra, að sögn Reuters. Marta Fascina, kærasta Berlusconi þegar hann lést, fær hundrað milljónir evra, jafnvirði tæplega 14,9 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Hún er 33 ára gömul, 53 árum yngri en Berlusconi þegar hann lést. Þau voru ekki gift en Berlusconi er sagður hafa talað um hana sem eiginkonu sína á dánarbeðinum. Pier Silvio Berlusconi, elsti sonur fyrrverandi forsætisráðherrans.Vísir/EPA Sömu upphæð fær Paulo, yngri bróðir Berlusconi. Marcello Dell'Utri, náinn ráðgjafi og viðskiptafélagi fyrrverandi forsætisráðherrans fær þrjátíu milljónir evra, jafnvirði hátt í 4,5 milljarða króna. Dell'Utri var sakfelldur fyrir tengsl við mafíuna árið 2014. Reuters segir að erfðaskráin hafi verið í óinnsigluðu umslagi og dagsett 19. janúar árið 2022. Það var þegar Berlusconi var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó til meðferðar. Hann þjáðist af hvítblæði. Ákvörðunin um úthlutun arfsins var tekin árið 2006 samkvæmt afriti sem fréttamenn Reuters hafa séð. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar þekktar eigur Berlusconi, þar á meðal glæsihallir hans við Mílanó, Róm og á Sardiníu. Hann átti einnig ítalska knattspyrnuliði Monza. Ítalía Tengdar fréttir Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Marina og Pier Silvio Berlusconi, börn Berlusconi úr fyrsta hjónabandi hans, fá saman 53 prósent hlut í Fininvest, eignarhaldsfélagi auðjöfursins og stjórnmálamannsins sem lést í síðasta mánuði. Þrjú yngri börn Berlusconi, Barbara, Eleonora og Luigi, fá smærri hluti í félaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eldri systkinin hafa stýrt hluta veldisins undanfarin ár. Marina hefur verið stjórnarformaður Fininvest en Pier Silvio hefur stýrt MediaForEurope, fjölmiðlahluta veldisins. Þau yngri hafa tekið minni þátt í rekstinum. Börnin fimm lýstu því nýlega yfir að enginn einn hluthafi fengi ráðandi hlut í félaginu sem var áður í höndum föður þeirra, að sögn Reuters. Marta Fascina, kærasta Berlusconi þegar hann lést, fær hundrað milljónir evra, jafnvirði tæplega 14,9 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Hún er 33 ára gömul, 53 árum yngri en Berlusconi þegar hann lést. Þau voru ekki gift en Berlusconi er sagður hafa talað um hana sem eiginkonu sína á dánarbeðinum. Pier Silvio Berlusconi, elsti sonur fyrrverandi forsætisráðherrans.Vísir/EPA Sömu upphæð fær Paulo, yngri bróðir Berlusconi. Marcello Dell'Utri, náinn ráðgjafi og viðskiptafélagi fyrrverandi forsætisráðherrans fær þrjátíu milljónir evra, jafnvirði hátt í 4,5 milljarða króna. Dell'Utri var sakfelldur fyrir tengsl við mafíuna árið 2014. Reuters segir að erfðaskráin hafi verið í óinnsigluðu umslagi og dagsett 19. janúar árið 2022. Það var þegar Berlusconi var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó til meðferðar. Hann þjáðist af hvítblæði. Ákvörðunin um úthlutun arfsins var tekin árið 2006 samkvæmt afriti sem fréttamenn Reuters hafa séð. Ekki liggur fyrir hvað verður um aðrar þekktar eigur Berlusconi, þar á meðal glæsihallir hans við Mílanó, Róm og á Sardiníu. Hann átti einnig ítalska knattspyrnuliði Monza.
Ítalía Tengdar fréttir Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08