Segir Prigozhin í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 08:32 Sjálfsmyndasafn Prigozhin sem rússneskir fjölmiðlar hafa birt eftir húsleit yfirvalda hjá honum. Þar sést hann með ýmis konar hárkollur og gerviskegg. Vísir Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sést hafi til Prigozhin í Pétursborg þar sem Wagner-hópurinn er með höfuðstöðvar sínar. Samkomulag sem hann gerði við stjórnvöld um að binda enda á uppreisn sína hafi falið það í sér að hann fengi að ganga frá málum sínum í borginni, að því er kemur fram hjá AP-fréttastofunni. Lúkasjenka, sem hafði milligöngu um samkomulagið, sagði fréttamönnum í dag að það væri rétt að Prigozhin væri í Pétursborg. Málaliðar hans væru í búðum sínum þar en Lúkasjenka tiltók ekki hvar þær væru. Prigozhin og málaliðar hans sölsuðu undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og voru komnir nokkur hundruð kílómetra frá Moskvu þegar þeir létu staðar numið 24. júní. Rússnesk stjórnvöld ætluðu að leysa málaliðahópa eins og Wagner upp um mánaðamótin. Eftir að uppreisninni lauk fengu Prigozhin og þeir sem tóku þátt í uppreisninni að fara til Hvíta-Rússlands í nokkurs konar útlegð. Rússnesk stjórnvöld féllust á að fella niður sakamál gegn þeim fyrir uppreisnina. Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit hjá Prigozhin eftir uppreisnina. Vefsíðan Fontanka hefur birt myndir og myndbönd af lúxussetri Prigozhin og persónulegum munum hans, þar á meðal hárkollusafni hans. Hún birti einnig sjálfsmyndir af Prigozhin með hárkollur og í erlendum herklæðum. Meanwhile in Russia: photos from the search of Yevgeny Prigozhin's properties are published by the media (thread) pic.twitter.com/cWawLBAUWo— Julia Davis (@JuliaDavisNews) July 5, 2023 Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20 Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sést hafi til Prigozhin í Pétursborg þar sem Wagner-hópurinn er með höfuðstöðvar sínar. Samkomulag sem hann gerði við stjórnvöld um að binda enda á uppreisn sína hafi falið það í sér að hann fengi að ganga frá málum sínum í borginni, að því er kemur fram hjá AP-fréttastofunni. Lúkasjenka, sem hafði milligöngu um samkomulagið, sagði fréttamönnum í dag að það væri rétt að Prigozhin væri í Pétursborg. Málaliðar hans væru í búðum sínum þar en Lúkasjenka tiltók ekki hvar þær væru. Prigozhin og málaliðar hans sölsuðu undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og voru komnir nokkur hundruð kílómetra frá Moskvu þegar þeir létu staðar numið 24. júní. Rússnesk stjórnvöld ætluðu að leysa málaliðahópa eins og Wagner upp um mánaðamótin. Eftir að uppreisninni lauk fengu Prigozhin og þeir sem tóku þátt í uppreisninni að fara til Hvíta-Rússlands í nokkurs konar útlegð. Rússnesk stjórnvöld féllust á að fella niður sakamál gegn þeim fyrir uppreisnina. Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit hjá Prigozhin eftir uppreisnina. Vefsíðan Fontanka hefur birt myndir og myndbönd af lúxussetri Prigozhin og persónulegum munum hans, þar á meðal hárkollusafni hans. Hún birti einnig sjálfsmyndir af Prigozhin með hárkollur og í erlendum herklæðum. Meanwhile in Russia: photos from the search of Yevgeny Prigozhin's properties are published by the media (thread) pic.twitter.com/cWawLBAUWo— Julia Davis (@JuliaDavisNews) July 5, 2023
Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20 Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11
Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20
Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28