Segir Prigozhin í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 08:32 Sjálfsmyndasafn Prigozhin sem rússneskir fjölmiðlar hafa birt eftir húsleit yfirvalda hjá honum. Þar sést hann með ýmis konar hárkollur og gerviskegg. Vísir Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sést hafi til Prigozhin í Pétursborg þar sem Wagner-hópurinn er með höfuðstöðvar sínar. Samkomulag sem hann gerði við stjórnvöld um að binda enda á uppreisn sína hafi falið það í sér að hann fengi að ganga frá málum sínum í borginni, að því er kemur fram hjá AP-fréttastofunni. Lúkasjenka, sem hafði milligöngu um samkomulagið, sagði fréttamönnum í dag að það væri rétt að Prigozhin væri í Pétursborg. Málaliðar hans væru í búðum sínum þar en Lúkasjenka tiltók ekki hvar þær væru. Prigozhin og málaliðar hans sölsuðu undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og voru komnir nokkur hundruð kílómetra frá Moskvu þegar þeir létu staðar numið 24. júní. Rússnesk stjórnvöld ætluðu að leysa málaliðahópa eins og Wagner upp um mánaðamótin. Eftir að uppreisninni lauk fengu Prigozhin og þeir sem tóku þátt í uppreisninni að fara til Hvíta-Rússlands í nokkurs konar útlegð. Rússnesk stjórnvöld féllust á að fella niður sakamál gegn þeim fyrir uppreisnina. Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit hjá Prigozhin eftir uppreisnina. Vefsíðan Fontanka hefur birt myndir og myndbönd af lúxussetri Prigozhin og persónulegum munum hans, þar á meðal hárkollusafni hans. Hún birti einnig sjálfsmyndir af Prigozhin með hárkollur og í erlendum herklæðum. Meanwhile in Russia: photos from the search of Yevgeny Prigozhin's properties are published by the media (thread) pic.twitter.com/cWawLBAUWo— Julia Davis (@JuliaDavisNews) July 5, 2023 Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20 Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sést hafi til Prigozhin í Pétursborg þar sem Wagner-hópurinn er með höfuðstöðvar sínar. Samkomulag sem hann gerði við stjórnvöld um að binda enda á uppreisn sína hafi falið það í sér að hann fengi að ganga frá málum sínum í borginni, að því er kemur fram hjá AP-fréttastofunni. Lúkasjenka, sem hafði milligöngu um samkomulagið, sagði fréttamönnum í dag að það væri rétt að Prigozhin væri í Pétursborg. Málaliðar hans væru í búðum sínum þar en Lúkasjenka tiltók ekki hvar þær væru. Prigozhin og málaliðar hans sölsuðu undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og voru komnir nokkur hundruð kílómetra frá Moskvu þegar þeir létu staðar numið 24. júní. Rússnesk stjórnvöld ætluðu að leysa málaliðahópa eins og Wagner upp um mánaðamótin. Eftir að uppreisninni lauk fengu Prigozhin og þeir sem tóku þátt í uppreisninni að fara til Hvíta-Rússlands í nokkurs konar útlegð. Rússnesk stjórnvöld féllust á að fella niður sakamál gegn þeim fyrir uppreisnina. Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit hjá Prigozhin eftir uppreisnina. Vefsíðan Fontanka hefur birt myndir og myndbönd af lúxussetri Prigozhin og persónulegum munum hans, þar á meðal hárkollusafni hans. Hún birti einnig sjálfsmyndir af Prigozhin með hárkollur og í erlendum herklæðum. Meanwhile in Russia: photos from the search of Yevgeny Prigozhin's properties are published by the media (thread) pic.twitter.com/cWawLBAUWo— Julia Davis (@JuliaDavisNews) July 5, 2023
Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20 Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11
Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20
Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28