Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur, úr sjálfvirka kerfinu, að skjálftinn klukkan 7:30 hafi verið á bilinu 3,5 til 3,7. Upptök skjálftans hafi verið við Fagradalsfjall.
Greint var frá því í morgun að yfir 1.200 jarðskjálftar hafi mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Þannig hafi átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð, þeir stærstu á bilinu 3,6 til 3,7 stig.

Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum um stöðu mála klukkan 9. Talið er að virknina megi rekja til kvikuinnskots á um 5 kílómetra dýpi.
Fréttin hefur verið uppfærð.