Láttu gott af þér leiða og fáðu skattaafslátt í staðinn Thelma Lind Jóhannsdóttir skrifar 4. júlí 2023 14:30 Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun