Tryggvi hefur síðustu fjórar leiktíðir spilað með Zaragoza og átti sína bestu leiktíð í vetur. Hann skoraði þá að meðaltali 7,4 stig í leik, tók fimm fráköst og varði 1,7 skot, og var næstefstur í deildinni á eftir Walter Tavares hvað varin skot varðar.
FICHAJE: Tryggvi Hlinason (2.16m, 25 años) firma con los Men In Black por 2 temporadas
— Surne Bilbao Basket (@bilbaobasket) July 4, 2023
7,4 puntos , 5 rebotes, 1.7 tapones y 11.8 de valoración en la 22/23
2º mejor taponador ACB
Mejor jugador ACB en T2% (78%)
Nº1 ACB en mates por partido
https://t.co/VmnVZCKZSN pic.twitter.com/ZOYcLQESWe
Tryggvi tróð líka boltanum að meðaltali 1,6 sinnum í leik og var með 78% nýtingu í tveggja stiga skottilraunum - þá bestu allra í deildinni.
Samningur Tryggva við Bilbao er til tveggja ára.
Tryggvi hefur verið lykilmaður í landsliði Íslands síðustu ár og í undankeppni HM, þar sem Ísland var aðeins einu stigi frá því að komast á lokamótið, skoraði hann 13,2 stig og tók 8,7 fráköst að meðaltali í leik.
Þessi 25 ára Bárðdælingur hefur leikið á Spáni frá árinu 2017 þar sem hann byrjaði hjá Valencia, og var lánaður til Obradoiro seinni leiktíðina áður en hann fór til Zaragoza.