Rútan var að sögn Péturs á ferð þegar eldurinn kom upp. Ökumaður hennar stöðvaði hana í vegarkanti þar sem hann og farþegar komu sér út. Pétur segir ekki ljóst hver eldsupptök voru en ljóst er að rútan er gjörónýt. Brunavarnir Árnessýslu sendu tvo bíla á vettvang frá Laugarvatni og Selfossi.
„Eldurinn kom upp á viðkvæmum stað á Þingvöllum svo að við urðum að bregðast skjótt við. Eldur kom upp í gróðri sem var sem betur fer blautur og því gekk vel að slökkva hann.“
Pétur segir að slökkvilið hafi auk þess þurft að bregðast við olíuleka frá rútunni. Það hafi gengið vel og varð olíumengun því minniháttar í þjóðgarðinum. Rúta náði í farþega rútunnar og keyrði á Laugavatn.

Frétt uppfærð.
Í upprunalegri frétt var fullyrt að um væri að ræða rútu á vegum Hópferðarmiðstöðvarinnar. Hið rétta er að rútan var á vegum Viking bus.