„Frábærar í fyrri en seinni hálfleikur var hryllilegur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júlí 2023 22:32 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Þróttur sigraði Selfoss 3-0 á heimavelli fyrr í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari liðsins, var sáttur með niðurstöðu leiksins en óánægður með frammistöðu liðsins í seinni hálfleik. Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Sjá meira
Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50