Hvenær fór ríkisstjórnin að treysta Bankasýslunni aftur? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. júlí 2023 12:49 Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. Síðasta skoðanakönnun sýnir að ríkisstjórnin hefur misst mikið traust. Þingmenn sem vilja birta starfslokasamning Birnu ættu auðvitað að styðja að birta öll gögn og samskipti stjórnvalda í aðdraganda sölunnar. Þau ættu að styðja að kannað verði hvernig ráðherra sinnti leiðbeiningarskyldu sinni til Bankasýslunnar í aðdraganda sölunnar og eftirlitsskyldu sinni skv. lögum. Geta þeir hugsað sér að klára rannsókn á þeim þáttum Íslandsbankasölunnar sem út af standa? Þannig að allt um þessa sölu verði birt, líka þeir þættir sem sýna undirbúning og eftirlit ráðherra. Skoðanakönnun sýndi að 83% þjóðarinnar var óánægður með hvernig tókst til við söluna. Sú óánægja var löngu tilkomin áður en starfslokasamningur var gerður við bankastjórann. Á hluthafafundi í Íslandsbanka í lok mánaðarins mætir Bankasýslan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og almennings. Sama bankasýsla og enn heldur því fram að útboðið hafa verið það farsælasta í Íslandssögunni. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðanda á Bankasýsluna og 1,2 milljarða sekt Íslandsbanka vegna alvarlega brota virðist ekki enn hafa fært þeim skilning á málinu. Bankasýslan er umboðslaus eftir að sérstök fréttatilkynning formanna ríkisstjórnarflokkanna var send út um að leggja þyrfti stofnunina niður vegna þess hvernig bankasýslan sinnti sínum þætti í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðust þá ekki treysta Bankasýslunni. Bara síðast í gær sagði viðskiptaraðherra að forsvarsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið sér til skammar á fundi efnahagsnefndar. Enn virðast þeir ekki skilja að salan snerist ekki bara um verðið heldur um vinnubrögð. Finnst þingmönnunum passandi að Bankasýslan fari þá með þetta mikla ábyrgðarhlutverk fyrir hönd almennings á hluthafafundinum? Mennirnir sem ekki skilja gagnrýnina á þá sjálfa? Menn sem verða sér til skammar að mati ríkisstjórnarinnar þegar þeir tala um söluna? Finnst þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna það passandi þrátt fyrir orð um að þeim sé ekki treystandi? Ríkisstjórnin þarf að svara hvað varð til þess að ríkisstjórnin fór að treysta Bankasýslunni aftur? Snýst það um nokkuð annað en að reyna að beina kastljósinu að hluthafafundinum og frá umræðum um rannsóknarnefnd? Forsætisráðherra hefur með skapandi skýringu fundið út að fjármálaráðherra hafi axlað ábyrgð með því að biðja ríkisendurskoðanda að skrifa skýrslu. Er það ekki dálítið eins og að ábyrgð Birnu Einarsdóttur hefði bara verið sú að biðja endurskoðendur um að skrifa skýrslu um söluna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. Síðasta skoðanakönnun sýnir að ríkisstjórnin hefur misst mikið traust. Þingmenn sem vilja birta starfslokasamning Birnu ættu auðvitað að styðja að birta öll gögn og samskipti stjórnvalda í aðdraganda sölunnar. Þau ættu að styðja að kannað verði hvernig ráðherra sinnti leiðbeiningarskyldu sinni til Bankasýslunnar í aðdraganda sölunnar og eftirlitsskyldu sinni skv. lögum. Geta þeir hugsað sér að klára rannsókn á þeim þáttum Íslandsbankasölunnar sem út af standa? Þannig að allt um þessa sölu verði birt, líka þeir þættir sem sýna undirbúning og eftirlit ráðherra. Skoðanakönnun sýndi að 83% þjóðarinnar var óánægður með hvernig tókst til við söluna. Sú óánægja var löngu tilkomin áður en starfslokasamningur var gerður við bankastjórann. Á hluthafafundi í Íslandsbanka í lok mánaðarins mætir Bankasýslan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og almennings. Sama bankasýsla og enn heldur því fram að útboðið hafa verið það farsælasta í Íslandssögunni. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðanda á Bankasýsluna og 1,2 milljarða sekt Íslandsbanka vegna alvarlega brota virðist ekki enn hafa fært þeim skilning á málinu. Bankasýslan er umboðslaus eftir að sérstök fréttatilkynning formanna ríkisstjórnarflokkanna var send út um að leggja þyrfti stofnunina niður vegna þess hvernig bankasýslan sinnti sínum þætti í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðust þá ekki treysta Bankasýslunni. Bara síðast í gær sagði viðskiptaraðherra að forsvarsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið sér til skammar á fundi efnahagsnefndar. Enn virðast þeir ekki skilja að salan snerist ekki bara um verðið heldur um vinnubrögð. Finnst þingmönnunum passandi að Bankasýslan fari þá með þetta mikla ábyrgðarhlutverk fyrir hönd almennings á hluthafafundinum? Mennirnir sem ekki skilja gagnrýnina á þá sjálfa? Menn sem verða sér til skammar að mati ríkisstjórnarinnar þegar þeir tala um söluna? Finnst þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna það passandi þrátt fyrir orð um að þeim sé ekki treystandi? Ríkisstjórnin þarf að svara hvað varð til þess að ríkisstjórnin fór að treysta Bankasýslunni aftur? Snýst það um nokkuð annað en að reyna að beina kastljósinu að hluthafafundinum og frá umræðum um rannsóknarnefnd? Forsætisráðherra hefur með skapandi skýringu fundið út að fjármálaráðherra hafi axlað ábyrgð með því að biðja ríkisendurskoðanda að skrifa skýrslu. Er það ekki dálítið eins og að ábyrgð Birnu Einarsdóttur hefði bara verið sú að biðja endurskoðendur um að skrifa skýrslu um söluna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar