Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Að hans sögn hafði lögreglan vart undan vegna fjölda mála sem upp komu í nótt.
Þá segir hann nokkur fíkniefnamál hafa komið upp sem nú eru til rannsóknar. Fíkniefnahundar frá Suðurnesjum höfðu þegar merkt þrjú fíkniefnamál í gærdag.