Dr. Ásgeir Brynjar Torfason fékk á baukinn þegar hann spáði því að Fjármálaeftirlitið myndi beita Íslandsbanka háum sektum vegna framkvæmdar á sölu hlutabréfum í bankanum. Hann reyndist býsna sannspár.
Þau Lilja Alfreðsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Eyjólfur Ármannsson ætla að rökræða afleiðingar Íslandsbankamálsins, áhrif á stjórnmál og bankastarfsemi, traust og ábyrgðina á því að illa fór.
Í lok þáttar verður svo Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus við HÍ í íslensku. Framtíðar kynleysi íslenskunnar verður viðfangsefnið, dauðhreinsun tungunnar og pólitískur rétttrúnaður því samfara.