„Sjúkrahús“ Ronaldo pirrar nágrannana Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 17:00 Cristiano Ronaldo lék sinn tvöhundraðasta landsleik hér á Íslandi á dögunum. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo er að byggja sér hús í Lissabon í Portúgal. Bygging hússins hefur tekið langan tíma og nú eru nágrannar stórstjörnunnar orðnir pirraðir. Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádiarabísku deildinni í knattspyrnu. Hann býr þar ásamt fjölskyldunni en síðustu mánuðina hefur hann einnig verið að byggja sér framtíðarheimili í Lissabon í heimalandi sínu. Hann keypti landareign í útjaðri borgarinnar fyrir þremur árum með þær áætlanir að byggja þar risastórt hús. Nú þremur árum síðar er húsið enn ekki tilbúið og nágrannar hans eru orðnir óþreyjufullir enda stórt verkefni sem orsakar rask í nágrenninu. „Þau eru búin að vera að byggja í þrjú ár. Húsið er svo stórt að það lítur út eins og sjúkrahús. Gatan mín hefur verið lokuð í fleiri mánuði og garðurinn minn er fullur af ryki,“ segir ósáttur nágranni. Nágrannarnir eru sömuleiðis hræddir um að húsið komi til með að minnka útsýni frá þeirra húsum. Áætlað er að það verði 2720 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu hússins var áætlaður 17 milljónir punda en þær áætlanir hafa heldur betur sprungið því Ronaldo hefur nú þegar þurft að punga út rúmlega 28 milljónum punda eða tæplega fimm milljörðum íslenskra króna. Húsið er staðsett í hverfinu Quina de Marinha sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Það er á þremur hæðum með stórri innanhússundlaug, líkamsrækt og þar verður pláss fyrir tuttugu bíla í bílskúr. Sádiarabíski boltinn Portúgal Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádiarabísku deildinni í knattspyrnu. Hann býr þar ásamt fjölskyldunni en síðustu mánuðina hefur hann einnig verið að byggja sér framtíðarheimili í Lissabon í heimalandi sínu. Hann keypti landareign í útjaðri borgarinnar fyrir þremur árum með þær áætlanir að byggja þar risastórt hús. Nú þremur árum síðar er húsið enn ekki tilbúið og nágrannar hans eru orðnir óþreyjufullir enda stórt verkefni sem orsakar rask í nágrenninu. „Þau eru búin að vera að byggja í þrjú ár. Húsið er svo stórt að það lítur út eins og sjúkrahús. Gatan mín hefur verið lokuð í fleiri mánuði og garðurinn minn er fullur af ryki,“ segir ósáttur nágranni. Nágrannarnir eru sömuleiðis hræddir um að húsið komi til með að minnka útsýni frá þeirra húsum. Áætlað er að það verði 2720 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu hússins var áætlaður 17 milljónir punda en þær áætlanir hafa heldur betur sprungið því Ronaldo hefur nú þegar þurft að punga út rúmlega 28 milljónum punda eða tæplega fimm milljörðum íslenskra króna. Húsið er staðsett í hverfinu Quina de Marinha sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Það er á þremur hæðum með stórri innanhússundlaug, líkamsrækt og þar verður pláss fyrir tuttugu bíla í bílskúr.
Sádiarabíski boltinn Portúgal Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira