„Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 30. júní 2023 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost. Breiðablik skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur var formsatriði. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn. „Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira