„Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir fimmtíu samningar náist. Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir fjölmarga fatlaða einstaklinga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf. Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira