Þrír í agabanni: „Ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 10:52 Misjafnt var hvernig KA-menn ferðuðust heim til Akureyrar eftir leikinn við KR. Þorri Mar Þórisson (t.v. á mynd) var einn þriggja sem urðu eftir í Reykjavík. vísir/Diego Þrír leikmenn KA voru ekki með liðinu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag vegna agabanns, eftir að þeir ákváðu án leyfis að dvelja degi lengur í Reykjavík eftir leik gegn KR um síðustu helgi. Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54