Langþráð lausn úr ofbeldishjúskap Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. júní 2023 06:31 Um helgina dregur til tíðinda. Þá taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað, bæði fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og fyrir fólk sem er sammála um að leita skilnaðar. Aðdragandinn er frumvarp sem Jón Steindór Valdimarsson, þáverandi þingmaður Viðreisnar, lagði fyrst fram í nóvember 2019 og undirrituð endurflutti fyrir rúmu ári síðan. Þegar málið var flutt í fyrst benti Jón Steindór á að ofbeldi innan veggja heimilis sé sennilega eitt algengasta ofbeldisbrotið sem framið er á Íslandi. Þrátt fyrir það hefur löggjöfin til þessa ekki tryggt þolendum nógu greiðar leiðir til að losna úr slíkum ofbeldishjúskap. Heimilisofbeldi og takmörkuð réttarvernd Sérstaða þessara brota felst þannig ekki síst í því hve erfitt hefur verið fyrir þolendur að komast undan ofbeldinu. Birtingamyndin er flókin og margþætt, bæði í formi líkamsmeiðinga en einnig í formi kynferðislegs, andlegs og fjárhagslegs ofbeldis svo dæmi séu nefnd. Í lögunum til þessa hefur verið þröng heimild til þess að krefjast lögskilnaðar ef annað hjóna hefur orðið uppvíst að líkamsárás eða kynferðisbroti sem bitnar á hinu eða barni sem býr hjá þeim. Andlegt, fjárhagslegt og stafrænt ofbeldi hefur þannig verið undanskilið í lögunum. Ein þungbærasta takmörkunin á þessari heimild hefur verið að lögin hafa krafist þess að gerandinn samþykkti að óska skilnaðar á grundvelli brota sinna. Þetta hefur gilt jafnvel þótt gerandinn hafi hlotið dóm fyrir brotin. Þannig hefur fólk sem hefur beitt ofbeldi í hjónabandi haft í hendi sér að draga skilnaðarferlið á langinn og þannig ílengja ofbeldið í garð maka. Hjónabandið er mikilvæg grunneining í samfélaginu okkar og nauðsynlegt að um það gildi skýr lög og reglur. Lögunum ber þó líka að endurspegla tíðarandann og veita þolendum ofbeldis nauðsynlega og fullnægjandi vernd. Frumvarpið varð að lögum Þegar dró að þinglokum síðasta sumar var útlit fyrir að meirihluti væri á Alþingi fyrir því að samþykkja lögin. Þá bárust athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu sem taldi að með frumvarpinu væri gengið of langt í að standa vörð um hagsmuni þolenda heimilisofbeldis og að sýslumaður myndi ekki geta lagt mat á það hvenær ofbeldi væri framið og hvenær ekki. Þótt ég hafi ekki sammála því mati var það forsenda stuðnings meirihlutans að brugðist yrði við athugasemdunum. Eftir mikil samskipti við ráðuneytið og milli flokka var lendingin þríþætt. Í fyrsta lagi að sýslumaður getur veitt lögskilnað ef maki gengst við ofbeldi sínu en einnig ef hann hefur hlotið dóm fyrir það. Í öðru lagi að þegar önnur mál fara fyrir dóm skuli alltaf veita flýtimeðferð, þar sem gögn eins og útkall lögreglu vegna heimilisofbeldis, áverkavottorð, sálfræðimat og heildarmat á aðstæðum séu fullnægjandi til að tryggja þolanda ofbeldisins lögskilnað. Í þriðja lagi að gildistöku laganna yrði seinkað um eitt ár til þess að sýslumenn og aðrir framkvæmdaraðilar laganna fengju tækifæri til að aðlaga málsmeðferð sína hinni breyttu umgjörð. Það ár er nú liðið og lögin taka gildi 1. júlí 2023. Þá er ónefnd sú mikilvæga breyting að með nýju lögunum þurfa þolendur ofbeldis ekki lengur að fara í gegnum skilnað að borði og sæng eða sáttaumleitanaferli heldur eingöngu hafa samráð um forsjá barna. Skilnaður þegar fólk er sammála Á sama tíma og við fögnum gildistöku laganna – áfangasigri í baráttunni fyrir aukinni réttarvernd þolenda ofbeldis – er líka ástæða til að fagna öðrum hluta laganna. Nýju lögin tryggja hjónum rétt til lögskilnaðar, án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng, ef þau eru sammála um það og hafa náð samkomulagi um skipan forsjár barna og skiptingu eigna. Þessi hluti laganna var fyrst lagður fram af Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, en sameinaður frumvarpi Viðreisnar fyrir ári síðan. Það er bæði réttlætis- og frelsismál, enda er það ekki hlutverk hins opinbera að takmarka heimild hjóna til lögskilnaðar ef engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast slíkra takmarkana. Alveg eins og fólk á að geta gift sig ef það vill þá á það að geta skilið ef það vill. Hin nýju lög, sem taka gildi á morgun, tryggja þannig einfaldan og fljótlegan skilnað fólks sem er sammála um þann verknað til viðbótar við að auðvelda þolendum ofbeldis í hjónabandi til muna að losa sig úr þeim aðstæðum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Viðreisn Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Um helgina dregur til tíðinda. Þá taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað, bæði fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og fyrir fólk sem er sammála um að leita skilnaðar. Aðdragandinn er frumvarp sem Jón Steindór Valdimarsson, þáverandi þingmaður Viðreisnar, lagði fyrst fram í nóvember 2019 og undirrituð endurflutti fyrir rúmu ári síðan. Þegar málið var flutt í fyrst benti Jón Steindór á að ofbeldi innan veggja heimilis sé sennilega eitt algengasta ofbeldisbrotið sem framið er á Íslandi. Þrátt fyrir það hefur löggjöfin til þessa ekki tryggt þolendum nógu greiðar leiðir til að losna úr slíkum ofbeldishjúskap. Heimilisofbeldi og takmörkuð réttarvernd Sérstaða þessara brota felst þannig ekki síst í því hve erfitt hefur verið fyrir þolendur að komast undan ofbeldinu. Birtingamyndin er flókin og margþætt, bæði í formi líkamsmeiðinga en einnig í formi kynferðislegs, andlegs og fjárhagslegs ofbeldis svo dæmi séu nefnd. Í lögunum til þessa hefur verið þröng heimild til þess að krefjast lögskilnaðar ef annað hjóna hefur orðið uppvíst að líkamsárás eða kynferðisbroti sem bitnar á hinu eða barni sem býr hjá þeim. Andlegt, fjárhagslegt og stafrænt ofbeldi hefur þannig verið undanskilið í lögunum. Ein þungbærasta takmörkunin á þessari heimild hefur verið að lögin hafa krafist þess að gerandinn samþykkti að óska skilnaðar á grundvelli brota sinna. Þetta hefur gilt jafnvel þótt gerandinn hafi hlotið dóm fyrir brotin. Þannig hefur fólk sem hefur beitt ofbeldi í hjónabandi haft í hendi sér að draga skilnaðarferlið á langinn og þannig ílengja ofbeldið í garð maka. Hjónabandið er mikilvæg grunneining í samfélaginu okkar og nauðsynlegt að um það gildi skýr lög og reglur. Lögunum ber þó líka að endurspegla tíðarandann og veita þolendum ofbeldis nauðsynlega og fullnægjandi vernd. Frumvarpið varð að lögum Þegar dró að þinglokum síðasta sumar var útlit fyrir að meirihluti væri á Alþingi fyrir því að samþykkja lögin. Þá bárust athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu sem taldi að með frumvarpinu væri gengið of langt í að standa vörð um hagsmuni þolenda heimilisofbeldis og að sýslumaður myndi ekki geta lagt mat á það hvenær ofbeldi væri framið og hvenær ekki. Þótt ég hafi ekki sammála því mati var það forsenda stuðnings meirihlutans að brugðist yrði við athugasemdunum. Eftir mikil samskipti við ráðuneytið og milli flokka var lendingin þríþætt. Í fyrsta lagi að sýslumaður getur veitt lögskilnað ef maki gengst við ofbeldi sínu en einnig ef hann hefur hlotið dóm fyrir það. Í öðru lagi að þegar önnur mál fara fyrir dóm skuli alltaf veita flýtimeðferð, þar sem gögn eins og útkall lögreglu vegna heimilisofbeldis, áverkavottorð, sálfræðimat og heildarmat á aðstæðum séu fullnægjandi til að tryggja þolanda ofbeldisins lögskilnað. Í þriðja lagi að gildistöku laganna yrði seinkað um eitt ár til þess að sýslumenn og aðrir framkvæmdaraðilar laganna fengju tækifæri til að aðlaga málsmeðferð sína hinni breyttu umgjörð. Það ár er nú liðið og lögin taka gildi 1. júlí 2023. Þá er ónefnd sú mikilvæga breyting að með nýju lögunum þurfa þolendur ofbeldis ekki lengur að fara í gegnum skilnað að borði og sæng eða sáttaumleitanaferli heldur eingöngu hafa samráð um forsjá barna. Skilnaður þegar fólk er sammála Á sama tíma og við fögnum gildistöku laganna – áfangasigri í baráttunni fyrir aukinni réttarvernd þolenda ofbeldis – er líka ástæða til að fagna öðrum hluta laganna. Nýju lögin tryggja hjónum rétt til lögskilnaðar, án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng, ef þau eru sammála um það og hafa náð samkomulagi um skipan forsjár barna og skiptingu eigna. Þessi hluti laganna var fyrst lagður fram af Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, en sameinaður frumvarpi Viðreisnar fyrir ári síðan. Það er bæði réttlætis- og frelsismál, enda er það ekki hlutverk hins opinbera að takmarka heimild hjóna til lögskilnaðar ef engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast slíkra takmarkana. Alveg eins og fólk á að geta gift sig ef það vill þá á það að geta skilið ef það vill. Hin nýju lög, sem taka gildi á morgun, tryggja þannig einfaldan og fljótlegan skilnað fólks sem er sammála um þann verknað til viðbótar við að auðvelda þolendum ofbeldis í hjónabandi til muna að losa sig úr þeim aðstæðum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun