Dagur les Peterson pistilinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 15:57 Borgarstjóri Reykjavíkur var ósáttur við að kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson teldi það ómerkilega dyggðaskreytingu að stilla sér upp við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. vísir Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu. Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. „Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season). Took this yesterday before heading home – because we couldn’t leave Reykjavík without visiting Rainbow Street. To everyone celebrating Pride in Iceland, in Canada, and around the world: Happy Pride season! 🏳️🌈🏳️⚧️ pic.twitter.com/GhvrB3CYIT— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 27, 2023 Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt: „Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“ Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum. „Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. Dear @jordanbpeterson - I want to inform you that in Reykjavík our Rainbow-street is not a signal of virtue but of human rights for all. And I am glad to assure you that the Rainbow-street is not seasonal - it is permanent - and so are human rights and our respect for them. https://t.co/WSTiwXHw5p— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 29, 2023 Hinsegin Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu. Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. „Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season). Took this yesterday before heading home – because we couldn’t leave Reykjavík without visiting Rainbow Street. To everyone celebrating Pride in Iceland, in Canada, and around the world: Happy Pride season! 🏳️🌈🏳️⚧️ pic.twitter.com/GhvrB3CYIT— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 27, 2023 Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt: „Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“ Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum. „Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. Dear @jordanbpeterson - I want to inform you that in Reykjavík our Rainbow-street is not a signal of virtue but of human rights for all. And I am glad to assure you that the Rainbow-street is not seasonal - it is permanent - and so are human rights and our respect for them. https://t.co/WSTiwXHw5p— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 29, 2023
Hinsegin Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira