Simone Biles snýr aftur og keppir í fyrsta sinn síðan á ÓL í Tokýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 08:00 Simone Biles hætti óvænt keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó en snýr nú aftur tveimur árum síðar. AP/Rebecca Blackwell Bandaríska fimleikakonan Simone Biles hefur nú tilkynnt að hún muni snúa aftur inn á fimleikagólfið á U.S. Classic mótinu í Chicago í byrjun ágúst. Þetta verður hennar fyrsta keppni síðan á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir tveimur árum. Biles mun taka þátt í þessu eins dags móti sem fer fram 5. ágúst næstkomandi. Biles er sjöfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og Ólympíumeistari frá 2016. Hún var á góðri leið með að verða besta fimleikakona sögunnar þegar hún dró sig óvænt úr keppni á leikunum í Tókýó þegar flestir spáðu henni fjölda gullverðlauna. BREAKING: Simone Biles is back.The gymnastics superstar plans to return to competition at the U.S. Classic outside Chicago in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics. That event is roughly a year before the Paris Games. https://t.co/0ZW2RxdX1U pic.twitter.com/Xsj84NW4gG— AP Sports (@AP_Sports) June 28, 2023 Biles sagði ástæðurnar vera andlegar og hún vakti um leið mikla athygli að glímu íþróttafólks við andleg veikindi. Hún hefur haldið uppi þeirri baráttu síðan. Pressan var svakaleg á Biles á þessum leikum enda líklegast stærsta stjarna Ólympíuóðra Bandaríkjamanna á ÓL í Tókýó. Biles glímdi við óöryggi í loftinu í stökkum sínum, fékk svokallaða „twisties“ en fimleikafólk missir þá tilfinningu fyrir stöðu sinni þegar þau eru í stökkum sínum. Biles tók sér tveggja ára frí frá keppni og margir héldu eflaust að hún væri hætt. Á þessum tíma hefur hún meðal annars gift stig NFL-leikmanninum Jonathan Owens. Simone Biles plans to compete at the U.S. Classic in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics pic.twitter.com/avQHZN5Yxi— ESPN (@espn) June 28, 2023 Biles er nú 26 ára gömul en þessi endurkoma hennar ýtir undir möguleikann á því að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hún vann bronsverðlaun á jafnvægislá á ÓL í Tókýó og jafnaði þar bandaríska metið yfir flest verðlaun hjá fimleikakonu á leikunum. Shannon Miller á metið með henni. Meðal mótherja Biles á mótinu verður Sunisa Lee sem vann gullverðlaun í fjölþrautinni á ÓL í Tókýó. Fimleikar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Þetta verður hennar fyrsta keppni síðan á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir tveimur árum. Biles mun taka þátt í þessu eins dags móti sem fer fram 5. ágúst næstkomandi. Biles er sjöfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og Ólympíumeistari frá 2016. Hún var á góðri leið með að verða besta fimleikakona sögunnar þegar hún dró sig óvænt úr keppni á leikunum í Tókýó þegar flestir spáðu henni fjölda gullverðlauna. BREAKING: Simone Biles is back.The gymnastics superstar plans to return to competition at the U.S. Classic outside Chicago in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics. That event is roughly a year before the Paris Games. https://t.co/0ZW2RxdX1U pic.twitter.com/Xsj84NW4gG— AP Sports (@AP_Sports) June 28, 2023 Biles sagði ástæðurnar vera andlegar og hún vakti um leið mikla athygli að glímu íþróttafólks við andleg veikindi. Hún hefur haldið uppi þeirri baráttu síðan. Pressan var svakaleg á Biles á þessum leikum enda líklegast stærsta stjarna Ólympíuóðra Bandaríkjamanna á ÓL í Tókýó. Biles glímdi við óöryggi í loftinu í stökkum sínum, fékk svokallaða „twisties“ en fimleikafólk missir þá tilfinningu fyrir stöðu sinni þegar þau eru í stökkum sínum. Biles tók sér tveggja ára frí frá keppni og margir héldu eflaust að hún væri hætt. Á þessum tíma hefur hún meðal annars gift stig NFL-leikmanninum Jonathan Owens. Simone Biles plans to compete at the U.S. Classic in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics pic.twitter.com/avQHZN5Yxi— ESPN (@espn) June 28, 2023 Biles er nú 26 ára gömul en þessi endurkoma hennar ýtir undir möguleikann á því að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hún vann bronsverðlaun á jafnvægislá á ÓL í Tókýó og jafnaði þar bandaríska metið yfir flest verðlaun hjá fimleikakonu á leikunum. Shannon Miller á metið með henni. Meðal mótherja Biles á mótinu verður Sunisa Lee sem vann gullverðlaun í fjölþrautinni á ÓL í Tókýó.
Fimleikar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira