RÚV greinir frá þessu en slökkviliðið hefur varað við því að fólk hlaði rafmagnshlaupahjól innanhúss þar sem fleiri dæmi eru um að eldur hafi kviknað út frá þeim. Fjórir voru innanhúss þegar eldur kviknaði en allir komust út af sjálfsdáðum.
Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex í gær og var allt tiltækt lið kallað út vegna eldsins. Um er að ræða tveggja hæða timburhús en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði í gær átti einhvers konar sprenging sér stað innanhúss. Um er að ræða gamalt hús sem flutt var af Hverfisgötu og síðar byggt við.
Mikinn reyk lagði frá húsinu og var þak þess rifið svo slökkvilið kæmist betur að eldinum. Lauk aðgerðum laust eftir miðnætti.
Eigandi hússins sagðist í samtali við fréttastofu í gær vera í miklu áfalli yfir því að hafa misst aleigu sína og æskuheimili barnanna. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag.