Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2023 22:00 Arndís Anna segir enn mörgum spurningum ósvarað Vísir/Steingrímur Dúi Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. Yfirmenn Íslandsbanka hafa setið undir mikilli gagnrýni allt frá því sátt bankans við Fjármálaeftirlitið var gerð opinber á mánudag. Birna Einarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í nótt að hún væri hætt sem bankastjóri. Jón Guðni Ómarsson hefur nú tekið við hennar starfi. Formaður stjórnar segir ráðninguna aðeins fyrstu viðbrögð og að það sé ábyrgð bankans að vinna sér aftur inn traust almennings. Boðað verður til hluthafafundar í lok júlí vegna málsins. Á löngum fundi efnahags- og viðskiptanefndar var það ítarlega rætt hvort að gerð verði krafa um stjórnarkjör á hluthafafundinum en fulltrúar Bankasýslu gátu ekki svarað því á fundinum hvort gerði verði krafa um það. „Á þeim fundi höfum við óskað eftir því eða krafist þess að gerð verði grein fyrir þessum atvikum sem leiða til þessarar sáttar og það skiptir gríðarlega miklu máli að fá skýringar á því og síðan að sjálfsögðu hvernig menn ætla að tryggja áframhaldandi traust til bankans,“ sagði Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar að loknum fundi. Forstjóri Bankasýslunnar sagði hana hafa staðið við sitt hlutverk. Það hafi legið skýrt fyrir hvert það væri og hvert verklagið væri. Því hefði ekki verið fylgt í bankanum og að það væru vonbrigði. Salan sjálf hefði gengið vel og niðurstaðan góð, fjárhagslega. Hann fullyrti á fundinum að salan væri ein sú farsælasta í Evrópu og íslandi og að hann stæði enn við það. Þessari fullyrðingu áttu margir þingmenn erfitt með að kyngja og spurðu til dæmis hvort að fjárhagsleg niðurstaða væri eini mælikvarðinn á það hvort að salan hefði verið farsæl. Arndís Anna Kristínardóttir sagði eftir fundinn það koma á óvart að Bankasýslan hafi ekki svarað öllum hennar spurningum og taldi að það sem stæði upp úr á fundinum væri hversu mörgu spurningum væri í raun enn ósvarað. „Það sem mér finnst kannski mest sláandi sem kom fram á þessum fundi og hefur líka komið fram í máli ráðherra er að fólk líti svo á að þetta hafi verið farsæl sala þrátt fyrir þetta allt,“ segir Arndís og að sáttin þýði að verklagið sé að virka. Hún segir það valda sér áhyggjum ef fólk líti svo á og að það sé algerlega óásættanlegt viðhorf. Hún segir kröfuna um rannsóknarnefnd harðari eftir því sem á líður. Hún segir það hafa verið viðbúið að bankastjóri myndi hætta en að það sé ekki ásættanlegur endir á þessu máli. Það þurfi fleiri að fara. Fleiri verði að fjúka Það tók Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins undir, við lok fundar. Hana furðar það að bankasýslan ætli að firra sig allri ábyrgð. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm „Það sem vekur mér furðu er hversu mikið traust var lagt á það að bankinn myndi gera hlutina á réttan hátt og fara eftir regluverki því þeir hafa ekki verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina,“ sagði Ásthildur Lóa sem tók undir þá kröfu að gerð verði rannsóknarskýrsla. „En svo finnst mér mikilvægt að tryggja að þetta bitni ekki allt á neytendum. Það eru alltaf neytendur sem borga brúsann. Fjármálakerfið klúðrar og neytendur látnir bera kostnaðinn,“ sagði Ásthildur Lóa og að það hafi verið vonbrigði að heyra að Fjármálaeftirlitið gæti ekki tryggt að það gerðist ekki. Verði að fá öll gögn upp á yfirborðið Kristrún Frostadóttir, formaður og þingkona Samfylkingarinnar, sagði svörin að einhverju leyti hafa verið upplýsandi, eins og það sem hafi komið fram á fundi með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins um að setning í sáttinni um að villt hafi verið um fyrir Bankasýslunni byggi á því að engar upplýsingar bárust á milli bankans og Bankasýslunnar eftir að fjárfestar voru valdir. Hún sagði það áhugaverða framsetningu að ekki hafi verið talin ástæða til að kanna þessa fjárfesta betur. Hún tekur undir kröfu um rannsóknarnefnd og áréttar að það sé ekki einungis til að „hanka“ fjármálaráðherra. „Þetta snýst um að fá öll gögn upp á yfirborðið. Við erum núna smám saman í smáum skömmtum að fá upplýsingar um það sem gerðist. Við eigum enn eftir að fá fleiri skýrslur um söluráðgjafa og það gengur ekki að stakir þingmenn og þingnefndir séu í rannsóknarhlutverki í marga, marga mánuði. Við þurfum bara heildarmyndina og þess vegna þurfum við rannsóknarnefnd.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sami skíturinn í aðeins fínni skál Við sem höfum barist frá hruni gegn spillingunni og fyrir réttlæti fyrir heimilin og fólkið í landinu, höfum oft verið ásökuð um að dvelja í fortíðinni. 28. júní 2023 12:01 Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53 Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. 27. júní 2023 11:27 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15 Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. 28. júní 2023 11:59 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Yfirmenn Íslandsbanka hafa setið undir mikilli gagnrýni allt frá því sátt bankans við Fjármálaeftirlitið var gerð opinber á mánudag. Birna Einarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í nótt að hún væri hætt sem bankastjóri. Jón Guðni Ómarsson hefur nú tekið við hennar starfi. Formaður stjórnar segir ráðninguna aðeins fyrstu viðbrögð og að það sé ábyrgð bankans að vinna sér aftur inn traust almennings. Boðað verður til hluthafafundar í lok júlí vegna málsins. Á löngum fundi efnahags- og viðskiptanefndar var það ítarlega rætt hvort að gerð verði krafa um stjórnarkjör á hluthafafundinum en fulltrúar Bankasýslu gátu ekki svarað því á fundinum hvort gerði verði krafa um það. „Á þeim fundi höfum við óskað eftir því eða krafist þess að gerð verði grein fyrir þessum atvikum sem leiða til þessarar sáttar og það skiptir gríðarlega miklu máli að fá skýringar á því og síðan að sjálfsögðu hvernig menn ætla að tryggja áframhaldandi traust til bankans,“ sagði Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar að loknum fundi. Forstjóri Bankasýslunnar sagði hana hafa staðið við sitt hlutverk. Það hafi legið skýrt fyrir hvert það væri og hvert verklagið væri. Því hefði ekki verið fylgt í bankanum og að það væru vonbrigði. Salan sjálf hefði gengið vel og niðurstaðan góð, fjárhagslega. Hann fullyrti á fundinum að salan væri ein sú farsælasta í Evrópu og íslandi og að hann stæði enn við það. Þessari fullyrðingu áttu margir þingmenn erfitt með að kyngja og spurðu til dæmis hvort að fjárhagsleg niðurstaða væri eini mælikvarðinn á það hvort að salan hefði verið farsæl. Arndís Anna Kristínardóttir sagði eftir fundinn það koma á óvart að Bankasýslan hafi ekki svarað öllum hennar spurningum og taldi að það sem stæði upp úr á fundinum væri hversu mörgu spurningum væri í raun enn ósvarað. „Það sem mér finnst kannski mest sláandi sem kom fram á þessum fundi og hefur líka komið fram í máli ráðherra er að fólk líti svo á að þetta hafi verið farsæl sala þrátt fyrir þetta allt,“ segir Arndís og að sáttin þýði að verklagið sé að virka. Hún segir það valda sér áhyggjum ef fólk líti svo á og að það sé algerlega óásættanlegt viðhorf. Hún segir kröfuna um rannsóknarnefnd harðari eftir því sem á líður. Hún segir það hafa verið viðbúið að bankastjóri myndi hætta en að það sé ekki ásættanlegur endir á þessu máli. Það þurfi fleiri að fara. Fleiri verði að fjúka Það tók Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins undir, við lok fundar. Hana furðar það að bankasýslan ætli að firra sig allri ábyrgð. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm „Það sem vekur mér furðu er hversu mikið traust var lagt á það að bankinn myndi gera hlutina á réttan hátt og fara eftir regluverki því þeir hafa ekki verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina,“ sagði Ásthildur Lóa sem tók undir þá kröfu að gerð verði rannsóknarskýrsla. „En svo finnst mér mikilvægt að tryggja að þetta bitni ekki allt á neytendum. Það eru alltaf neytendur sem borga brúsann. Fjármálakerfið klúðrar og neytendur látnir bera kostnaðinn,“ sagði Ásthildur Lóa og að það hafi verið vonbrigði að heyra að Fjármálaeftirlitið gæti ekki tryggt að það gerðist ekki. Verði að fá öll gögn upp á yfirborðið Kristrún Frostadóttir, formaður og þingkona Samfylkingarinnar, sagði svörin að einhverju leyti hafa verið upplýsandi, eins og það sem hafi komið fram á fundi með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins um að setning í sáttinni um að villt hafi verið um fyrir Bankasýslunni byggi á því að engar upplýsingar bárust á milli bankans og Bankasýslunnar eftir að fjárfestar voru valdir. Hún sagði það áhugaverða framsetningu að ekki hafi verið talin ástæða til að kanna þessa fjárfesta betur. Hún tekur undir kröfu um rannsóknarnefnd og áréttar að það sé ekki einungis til að „hanka“ fjármálaráðherra. „Þetta snýst um að fá öll gögn upp á yfirborðið. Við erum núna smám saman í smáum skömmtum að fá upplýsingar um það sem gerðist. Við eigum enn eftir að fá fleiri skýrslur um söluráðgjafa og það gengur ekki að stakir þingmenn og þingnefndir séu í rannsóknarhlutverki í marga, marga mánuði. Við þurfum bara heildarmyndina og þess vegna þurfum við rannsóknarnefnd.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sami skíturinn í aðeins fínni skál Við sem höfum barist frá hruni gegn spillingunni og fyrir réttlæti fyrir heimilin og fólkið í landinu, höfum oft verið ásökuð um að dvelja í fortíðinni. 28. júní 2023 12:01 Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53 Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. 27. júní 2023 11:27 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15 Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. 28. júní 2023 11:59 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Sami skíturinn í aðeins fínni skál Við sem höfum barist frá hruni gegn spillingunni og fyrir réttlæti fyrir heimilin og fólkið í landinu, höfum oft verið ásökuð um að dvelja í fortíðinni. 28. júní 2023 12:01
Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53
Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. 27. júní 2023 11:27
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19
Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15
Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. 28. júní 2023 11:59
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf