Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 09:02 Leiknismenn nutu sín í botn, rétt eins og Leiknisgoðsögnin Hannes Þór Halldórsson gerði á sínum tíma en hann var núna á meðal foreldra á mótinu. Stöð 2 Sport „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. Stefán Árni Pálsson var á Akranesi um síðustu helgi og ræddi við unga sem aldna í nýjasta þætti Sumarmótanna sem sýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hér að neðan má nú sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Norðurálsmótið 2023 Á Norðurálsmótinu eru margir keppendur að spila á sínu fyrsta stóra móti, og ekki síður að prófa í fyrsta sinn að gista með liðsfélögum sínum, án pabba og mömmu. Ekki var þó að heyra á viðmælendum Stefáns að það væri neitt tiltökumál, að minnsta kosti þegar spurt var um hábjartan dag. Mótið hófst á eins dags keppni 8. flokks en svo tók 7. flokkurinn við, og að þessu sinni voru bæði stráka- og stelpulið með, en mótið var áður ætlað strákaliðum. „Það er bara skemmtilegt að spila á móti strákum, og berjast,“ sagði ein af ungum Skagastúlkum sem Stefán ræddi við. Maður þarf líka bara að vera svolítið sterkur,“ bætti vinkona hennar við. Þessar hressu Skagastelpur höfðu gaman af því að spila við strákalið á heimavelli.Stöð 2 Sport „Ætlum bara að skora milljón mörk“ Stefán ræddi einnig við Valsara og Njarðvíking, fyrir leik liðanna, og spurði hvernig þeir ætluðu að fara að því að vinna: „Við spilum úti en þeir eru alltaf inni,“ sagði Valsarinn, greinilega vel meðvitaður um Reykjaneshöllina og skort á knattspyrnuhöllum í Reykjavík. „Við ætlum bara að skora milljón mörk,“ sagði Njarðvíkingurinn hins vegar. Nóg var um að vera utan vallar einnig og hitti Stefán Árni meðal annars á Þorlákshafnarbúa sem bakaði pönnukökur í sendiferðabíl sínum. Baksturinn gekk reyndar misjafnlega, sérstaklega með truflun vegna viðtals, en eftirspurnin var mikil eftir pönnsunum. „Í hugum barnanna er þetta stórmót og ekkert annað“ Í matsalnum var einnig mikið líf og þar var staddur Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands á báðum stórmótunum sem karlalandsliðið hefur farið á, mættur að sjá son sinn og fleiri. „Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði þegar maður var polli, svo það er gaman að geta upplifað þetta núna í gegnum börnin sín,“ sagði Hannes og tók undir að mótið minnti á stórmótin sem hann hefði farið á. „Þetta gerist ekki stærra. Í hugum barnanna er þetta stórmót og ekkert annað.“ Sumarmótin eru á Stöð 2 Sport. Næsta mót í röðinni er Orkumótið í Vestmannaeyjum sem fram fer nú um helgina. Sumarmótin Fótbolti Akranes Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Stefán Árni Pálsson var á Akranesi um síðustu helgi og ræddi við unga sem aldna í nýjasta þætti Sumarmótanna sem sýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hér að neðan má nú sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Norðurálsmótið 2023 Á Norðurálsmótinu eru margir keppendur að spila á sínu fyrsta stóra móti, og ekki síður að prófa í fyrsta sinn að gista með liðsfélögum sínum, án pabba og mömmu. Ekki var þó að heyra á viðmælendum Stefáns að það væri neitt tiltökumál, að minnsta kosti þegar spurt var um hábjartan dag. Mótið hófst á eins dags keppni 8. flokks en svo tók 7. flokkurinn við, og að þessu sinni voru bæði stráka- og stelpulið með, en mótið var áður ætlað strákaliðum. „Það er bara skemmtilegt að spila á móti strákum, og berjast,“ sagði ein af ungum Skagastúlkum sem Stefán ræddi við. Maður þarf líka bara að vera svolítið sterkur,“ bætti vinkona hennar við. Þessar hressu Skagastelpur höfðu gaman af því að spila við strákalið á heimavelli.Stöð 2 Sport „Ætlum bara að skora milljón mörk“ Stefán ræddi einnig við Valsara og Njarðvíking, fyrir leik liðanna, og spurði hvernig þeir ætluðu að fara að því að vinna: „Við spilum úti en þeir eru alltaf inni,“ sagði Valsarinn, greinilega vel meðvitaður um Reykjaneshöllina og skort á knattspyrnuhöllum í Reykjavík. „Við ætlum bara að skora milljón mörk,“ sagði Njarðvíkingurinn hins vegar. Nóg var um að vera utan vallar einnig og hitti Stefán Árni meðal annars á Þorlákshafnarbúa sem bakaði pönnukökur í sendiferðabíl sínum. Baksturinn gekk reyndar misjafnlega, sérstaklega með truflun vegna viðtals, en eftirspurnin var mikil eftir pönnsunum. „Í hugum barnanna er þetta stórmót og ekkert annað“ Í matsalnum var einnig mikið líf og þar var staddur Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands á báðum stórmótunum sem karlalandsliðið hefur farið á, mættur að sjá son sinn og fleiri. „Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði þegar maður var polli, svo það er gaman að geta upplifað þetta núna í gegnum börnin sín,“ sagði Hannes og tók undir að mótið minnti á stórmótin sem hann hefði farið á. „Þetta gerist ekki stærra. Í hugum barnanna er þetta stórmót og ekkert annað.“ Sumarmótin eru á Stöð 2 Sport. Næsta mót í röðinni er Orkumótið í Vestmannaeyjum sem fram fer nú um helgina.
Sumarmótin Fótbolti Akranes Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira