Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 21:27 Húsið er nú gjörónýtt. vísir/vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. „Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
„Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30