Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2023 13:23 Jóhann Páll er gáttaður á Bjarna, hvernig hann kjósi að leggja útlendingamálin upp með að þar ríki algert stjórnleysi. „Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34
Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19