Iðnaðarmaður ársins fékk góða aðstoð frá tengdasyni X977 27. júní 2023 13:01 Iðnaðarmaður ársins 2023 er Harpa Kristjánsdóttir. Hún stundar nám í húsasmíði við Tækniskólann auk þess sem hún kennir þar gull- og silfursmíði. Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, afhenti henni verðlaunin. Iðnaðarmaður ársins 2023, Harpa Kristjánsdóttir, er með sveinspróf í bæði gull- og silfursmíði. Hún kennir gull- og silfursmíði í Tækniskólanum auk þess að sem hún stundar þar nám í húsasmíði. Við óskum Hörpu til hamingju með titilinn. Það var Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, sem afhenti henni verðlaunin. Leitin að Iðnaðarmanni ársins fer fram í samstarfi við Sindra sem leggur til glæsilega vinninga. Iðnaðarmaður ársins 2023 hlýtur Dewalt 18v XR 6 véla sett og Blåkläder alklæðnað frá Sindra, að andvirði 340.000 kr. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2023 - úrslit Vinningarnir koma strax að góðum notum enda er Harpa að byggja bæði íbúðarhús og hesthús í sveitinni sinni. „Við erum að steypa grunn í vikunni ef veður leyfir og í kjölfarið reisum við húsið. Þannig að vinningurinn kemur svo sannarlega að góðum notum.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að sigra keppnina. „Ég rak ekki beint stífa kosningabaráttu en tengdasonur minn var þó duglegur enda sendi hann inn umsóknina með langri lofræðu um mig.“ „Fær hann ekki prik fyrir það?,“ spyr Ómar Úlfur. „Jú, það er spurning hvort hann verði ekki valinn tengdasonur ársins?“ Eins og fyrr segir stundar Harpa nám í húsasmíði. „Verður nokkuð mál að fá sveinsprófið sem Iðnaðarmaður ársins?“ spyr Ómar Úlfur. „Þarftu ekki bara að mæta á staðinn með þennan titil?“ „Nei, ég verð að standast prófið eins og aðrir nemendur,“ segir hún með bros á vör. Þátttaka í Iðnaðarmanni ársins var mjög góð að vanda og bárust dómnefnd fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn. Eftir mikla yfirlegu valdi dómnefnd átta einstaklinga sem þóttu skara fram úr, fjórar konur og fjóra karla, og voru þau kynnt til sögunnar á Vísi í maí og júní. Þetta er í áttunda sinn sem Iðnaðarmaður ársins er valinn hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins 2022 var Hannes Kristinn Eiríksson stálsmiður. X977 og Sindri þakka öllum sem tóku þátt. X977 Iðnaðarmaður ársins Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Hún kennir gull- og silfursmíði í Tækniskólanum auk þess að sem hún stundar þar nám í húsasmíði. Við óskum Hörpu til hamingju með titilinn. Það var Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, sem afhenti henni verðlaunin. Leitin að Iðnaðarmanni ársins fer fram í samstarfi við Sindra sem leggur til glæsilega vinninga. Iðnaðarmaður ársins 2023 hlýtur Dewalt 18v XR 6 véla sett og Blåkläder alklæðnað frá Sindra, að andvirði 340.000 kr. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2023 - úrslit Vinningarnir koma strax að góðum notum enda er Harpa að byggja bæði íbúðarhús og hesthús í sveitinni sinni. „Við erum að steypa grunn í vikunni ef veður leyfir og í kjölfarið reisum við húsið. Þannig að vinningurinn kemur svo sannarlega að góðum notum.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að sigra keppnina. „Ég rak ekki beint stífa kosningabaráttu en tengdasonur minn var þó duglegur enda sendi hann inn umsóknina með langri lofræðu um mig.“ „Fær hann ekki prik fyrir það?,“ spyr Ómar Úlfur. „Jú, það er spurning hvort hann verði ekki valinn tengdasonur ársins?“ Eins og fyrr segir stundar Harpa nám í húsasmíði. „Verður nokkuð mál að fá sveinsprófið sem Iðnaðarmaður ársins?“ spyr Ómar Úlfur. „Þarftu ekki bara að mæta á staðinn með þennan titil?“ „Nei, ég verð að standast prófið eins og aðrir nemendur,“ segir hún með bros á vör. Þátttaka í Iðnaðarmanni ársins var mjög góð að vanda og bárust dómnefnd fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn. Eftir mikla yfirlegu valdi dómnefnd átta einstaklinga sem þóttu skara fram úr, fjórar konur og fjóra karla, og voru þau kynnt til sögunnar á Vísi í maí og júní. Þetta er í áttunda sinn sem Iðnaðarmaður ársins er valinn hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins 2022 var Hannes Kristinn Eiríksson stálsmiður. X977 og Sindri þakka öllum sem tóku þátt.
X977 Iðnaðarmaður ársins Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira